Wednesday, September 27, 2006

Sama andlitið, nýr maður. Gamalt hús, önnur starfsemi. Þau hús sem ég er í hvað mestri nálægð við þessa dagana eiga sér sína sögu, meiga muna sinn fífil fegurri. Nei kanski ekki. En ég á einvhern vegin erfitt með að ímynda mér alla vífilfell kók kallana hérna fyrir einhvejrum árum hér í Haga húsi Lyfjafræðideildar. Og þar sem ég bý núna á skuggagörðum var að mér skilst fyrsta Ríkið í húsinu við hliðina sem núna er dansskóli. Væri gaman af því að sjá myndir af því þegar bjórinn var leyfður, örugglega verið ágætis stemmning nú eða kanski bara fyllerísgangur og leiðindi. Mar veit ekki. En ég býst nú samt við því að þótt að einvherjar breytingar verði á manni að innanverðu þá séu þær ekki jafn drastískar og þessar starfsemisbreytingar í fyrrnefndum byggingum. Engu að síður hef ég verið aða kynna mér ýmis mál og verið að fara á bíó og tala við fólk í heitum pottum. sá Al gore og lýst ekkert á blikuna, sé fyrir mér mig AFO, Heisa Ká, Mappan og kanski Gumma B hundgamla við Reykjavíkur höfn 2057 þar sem Bandaríski herinn hefur komið fyrir flugmóður skipun eða einhvjeru slíku til að ferma þjóðina til öruggari staða vegna þess að Grænland er að bráðna og í þann mund að flæða yfir Ísland. Þarna munum við gamlir sitja og minnast æsku okkar og Al gore myndanna og tala um Ómar Ragnarsson, Andra Snæ og Draumalandið. "hvað ætlar helvítis kaninn að gera við okkur" munum við tauta. Og eflaust einvher af okkur heldur kjósa að klifra up á esjuna og deyja þar stoltur í stað þess að láta bjargaa sér af sökudólgnum mesta mengunarvaldinum USA. Við gamlir með teppi í stóru skipi á leið til Kúbu þar sem þáverðandi Bandaríkjaforseti hefur gert samning við nýkapítalistana þar um að taka við hluta af okkur og svo örugglega myndi einvher hluti enda í kanda hjá afkomendum vestur íslendinga. Nú Danir myndu ekki taka við okkur ennþá sárir eftir að við reyndum að kaupa kuapmannahöfn. Eða að hið láglenda baunaland yrði einnig undir sjá vegna bráðnun grænlandsjökla. Þetta er kanski fyndið og fráleitt en í raun ekki. Ég er ekki að segja að ég ætli að fá mér dredda og byrja að chilla inná kaffi hljómalind í alltof stórri ullarpeysu í hakkísakk (not that theres anything wrong withv that") heldur ætla ég að reyna komast hjá þvi eins lengi og ég get að vera að Bílast eitthvað og ef ég geri það þá verður það Twin efldur bíll. Reyna að taka þátt í að stöðva Álbræðslu byltingu ákveðinna manna. Nú og gang ameð Ómari næst þegar hann þarf á mér að halda. Og að sjálfsögðu halda áfram að tuða í heitapottum og heimahúsum. Eina leiðin. Eina leiðin... Eina leiðin.

Tuesday, September 26, 2006


Halló!
Ég hef ákveðið að halda áfram bloggfærslum, þrátt fyrir að vera ekki lengur staddur á erlendri grundu. Er ástæðan að mestu leyti sú að enn eru nokkrir af vinum mínum búsettir erlendis og getur maður oft verið latur við að senda tölvupósta. Þá er fínt að þeir geti kíkt á þessa síðu ef þeir hafi áhuga á kíkja á hvaða sýru ég er að sjóða. Nú svo eru aðrir sem ekki eru búsettir erlendis sem gætu alveg eins verið það, því að ég hitti það fólk alltof sjaldan. Þá er þetta vettvangur meinlausra kommenta sem þýða í raun og veru, I still lovu you baby. Ekki satt. Hér mun ég afhjúpa nekt mína í orði.Ef svo má komast að orði. En aðalástæðan er kanski sú að þetta bloggdæmi er nú líka svona ágætis hugarhreinsun, einhver tiltekt á vangaveltum, skoðunum og daglegu amstri. En ég verð að segja að ég var líka svo heillaður af endurkomu Hrafns Harðarsonar í bloggleikinn að ég varð innspíraður. Þakka Hrafni fyrir það. Kanski var það líka bara óbærilegt að sjá nafnið sitt og hlekk detta út af Kommóðunni hans Óskars og er þetta mögulega Ógnarvald kommóðunnar að verki. 'Eg gæti líka hafa verið hræddur um að detta útaf fleiri hlekkjum, tildæmis Skallanum sem ég gíska á að fari að vakna undan dvala hvað og hverju. Hver sú sem ástæðan er þá er ég mættur aftur. Ekki í Kaupmannahöfn. Ekki í Laugarnesi. Ekki vestur í bæ. Ekki á Bergstaðarstræti. Heldur í skuggahlíðinni 101 við hliðina á Fáfnismönnum og ógæfufólki, við hlið samstúdenta og Góðærismanna. Gaman.