Saturday, December 30, 2006

Yfirvegaður Áramótaannáll Hjalta Ká.
Janúar

Ég Jói og Erla vorum á fullu í okkar fyrstu prófum í Kaupmannahöfn, tókum próf í íþróttasölum og vorum stressuð og það var kalt, en við vorum dugleg, þótt geðheilsan hafi verið tæp.

Andri Fannar og Linda kíktu í heimsókn í mars og lítið gerðist í febrúar, þótt að þorrablót íslendingafélagsins í kaupmannahöfn hafi verið hin fínasta skemmtun.


Ég flutti síðan inn til Óskars og Sörens á Pálsgötuna og það voru good times.


Ég tók uppá því að heimsækja Bónerinn á ítalíu ásamt Magg bræðrum, það var ótrúleg ferð, respect the rounds. Fylgdum jóni á síðasta leik tímabilsisins til bolognia, lágum í sólinni átum hráskinku og tókum gríðarlega skemtilegar dagdrykkjur. Guðmundur magg spúaði út Napoli eftir Tequila staup með mjólkurglasi.

Ég og Erla rúlluðum upp prófunum í steikjandi hita í júní.
Sumarið var tíminn og ég flutti frá kaupmannahöfn, hóf láglauná/náms/sjálfboðavinnu í apóteki og skellti mér til Ástralíu. Fór í hallgeirsey í eftirminnilegaferð með góðum mannskap 1.helgina í júlí. Ástralíuferðin var ótrúlega skemmtileg og þó að um náms/ráðstefnuferð hafi verið að ræða þá var mikið fjör. En ekki má gleyma útihátíðinni Klofa 2006 um verslunarmannahelgina.

Ég fluttin inn á Lindargötua og gerðist svo lánsamur að vera nágranni góðs vinar míns Heiðars Kára. Við skemmtum okkur vel og höfum kunnað vel við okkur á Lindó í nágrenni við Fáfni og Jóa og Guggu. Skólin hófst og var það skrýtið að vera á 4.ári allt í einu og sjá fyrir endan á þessu. Söfnun hófst fyrir útskriftarferð til Bali 2007. Ég fór í 19 einingar og var þetta smá mauserí.
Vísindaferðirnar voru skemmtilegar enda svo ótrúlega gott fólk þarna í lyfjafræðinni. Svo gott að ég varð nú bara bálskotinn í einni manneskju þar. Ég kynntist Evu Maríu og við vorum saman í verkelgum tíma í eðlislyfjafræði og það gerði tímana heldur skemmtilegri, við byrjuðum síðan saman og er það mount Everst hápunktur ársins. Mér finnst reyndar miklu lengra síðan en 3 mánuðir en svona er þetta. Ég er heppnastur í heimi. Hún Eva María er núna á leið til Máritíusar í smá frí og er náttúrlega smá blús í mér vegna þess.

Ég og Andri Fannars fórum sóðan til New york, 3 utanlandsferðin á árinu(verður toppað á næsta ári). Og heimsóttum Óskar, það var ógleymanleg ferð. Síðan komu prófin og var veruleg harka tekin í ár, 5 próf og 19 einingar, lítin svefn og kaffi. Ég og Eva skelltum okkur reyndar í bústað rétt fyrir prófin og lærðum þar og var fínt að komast frá Haga geðsýkinni, við vorum ótrúlega dugleg að læra þótt að við höfum náttúrulega slappað aðeins af inn. Vá hvað ég væri til í að vera í sumbarsbústað núna. Prófin klárðust og við tók vinna og boð og vinna og jól og síðan héldum við Eva María, smá partý þar sem góðvinir komu saman í rauðvín og osta núna 27.des. Það var mikil gleði. Já og svo bara núna árið að renna sitt skeið. Ég sé ekki fram á að þetta ár verði toppað. ég sendi áramótakveðju(kossa til mauritius) til allra, takk fyrir gamlar og góðar stundir megi gæfan elta ykkur á röndum.Ég ætlaði að vera með allskyns myndir af öllum þessum viðburðum sem ég nefndi en það klikkaði eitthvað einhver bilun í blogger, verðum að láta textan duga. og myndir frá fyrri hluta árs.
Hittumst á nýju ári.

Wednesday, December 13, 2006

Óskar Arnórsson á Knicks v.s Celtics. 18.11.2006.