Saturday, September 22, 2007

Ég er hérna eiginlega bara til þess að hætta ekki að gera þetta.
Ég er búinn að vera veikur og liggja fyrir og safna ég nú kröftum eftir kröftuga lyfjameðferð. Ég hyggst rísa upp ferskari en aldrei fyrr eins og góður maður sagði. Ég fékk einvherja lúmska lungnabólgu sem uppgvötaðist vegna þess að móðir mín hefur sambönd í heilbrigðisgeiranum og hún veit hvað mér er fyrir bestu. Eitthvað sem að er oft erfitt að vita sjálfur.

5 ár að verða búin. 5 ár af Lyfjafræði. Bara formsatriði að klára þetta eins og Einar Bollason hefði einhvern tíma sagt, senda mig í bað því að ég er búinn.
Nei reyndar langt frá því, sjálft lokaverkefnið eftir og allskyns dót. En þetta kemur....

Lífið í Kópavogi er gott. Einhver velmegunar og framkvæmda blær yfir öllu líka heima hjá mér. En ég og Eva María verðum bráðum íbúar í velheppnaðasta rými per square að ég leyfi mér að segja allavega í Kópavogi og eflaust víðar.
Var að horfa á bókaþáttinn hans Egils Helgasonar, mér finnst hann fínn en samt finnst mér Egill eitthvað svo hallærislegur og fáránleg týpa, með þetta útlit og alla sínar stellingar og pósur. Ótrúlegt hvað einum manni getur fundist annar maður hallærislegur án þess að vísindin geti með nokkrum hætti útskýrt það. Það er varla genetískt? Eða ætti ég að senda Kára Stefáns hráku í pósti og svo fengi ég til baka upplýsingar um hvers konar gerðir af fólki ég ætti að forðast vegna þess að það gæti mjög líklega farið í taugarnar á mér, alveg af ástæðulausu.

Nýi Jens Lekman diskurinn er ótrúlega góður og dramatískur og hentar þeim vel sem að vilja eiga dramatískan laugardag.
www.albumbase.com search for jesn lekman, kaupa bara diskinn seinna þegar hann kemur
fá hann lánaðann í millitíðinni.

Thursday, July 26, 2007


Góðir gestir hér er mynd sem að mér þykir skemmtileg, einhver galsa gleði og glott í mannskapnum. Unga stúlkubarnið ásamt föður sínum og vinum hans. Hvað ætli Mappinn sé að bralla núna? Styttist í klofann?Hverjir ætla með?Á Bali var nú algjör stemmari og er tippað á að Klofinn verði rosalegur í ár. Verður þú Klofinn í herðar niður Verslunarmanna og Kaupmanna og Lyfsala helgina 2007.

Saturday, July 21, 2007

Brot af myndum mínum frá Bali. Tárast ég nánast við það að rifja þetta upp, vegna söknuðar. Mikil og skemmtileg var þessi ferð. Ég hef núna sett augu mín á útskriftarferðina hennar Evu næsta sumar, það verður tryllt, eins og Atli nokkur Guðbrandsson myndi eflaust orða það.

































Sunday, July 01, 2007

Ég slæ til baka inn í sumarbloggið illskeyttari en aldrei fyrr með myndir af ferð minni um Asíu ásamt minni heitt elskuðu Evu Maríu og Lyfjafræðigenginu. Þrátt fyrir að ég sé maður margra orða þá ætla ég að láta myndirnar duga í þetta skipti en ég hyggst verða stjörnubloggari og komast í blöðin, þannig að ekki óttast að ég sé farinn. Endilega að setjast niður í kaffinu og tjekka á Pensa. Þetta eru myndir frá Bangkok. Ég get dundað mér við að henda þeim upp í sumar ásamt fleiri góðum. Verð að veita Óskari smá félagsskap í bloggheiminum. Hvað ætli hann og mappinn séu búnir að vera að bralla? Ég og Eva erum að koma okkur fyrir í Kóp og styttist í grill potta veislu mikla. Vil þakka kaupmanni og Eygló fyrir gott boð í gærkvöldi þar sem við grilluðum í almeningsgarði og drukkum hvítt rautt, gull og brennt. Heiðar Kári sá um dansatriði.