Monday, February 26, 2007



Varð bara aðeins að segja frá(monta sig) matarboðinu sem að við héldum á föstudag. Andri og Linda verðandi foreldrar "any minute now" og litlu kallarnir eins og Helgi kallar þá Mappi og Heisi Káá. Þetta var svaka fjör og voru myndirnar teknar á myndavél tiger lilly. Sem að ekki er vitað hvort að hún sé nýbúin að sjá samnefnda kvikmynd eftir woody allen en klæðisr sig allavega eftir þessu nafni og teku sig vel út. Ég og Eva fórum síðan í 1.árs afmæli til Viktoríu Sólveigar áðan til heim til Gumma og Nönnu í KÓP. Gepsinn flottur húsbóndi í kópavoginum og allskyns kræsingar. Ég og Búggi sem að vildi fá að sita við barna borðið vegna kræsinga fórum síðan og sáum KR tapa í Njarðvík. En vorið er á næsta leyti þrátt fyrir mínus celsíus og mars byrjar í vikunni. Árshátíð og margt fleira komming öpp inn the Hjalli Ká sjóv. dont go far.

Friday, February 23, 2007


And what do you know its friday all over again....
Búggí Búggí, people its the weekend, a weekend in the city.

Thursday, February 22, 2007



HVAR ERU ÞEIR NÚNA?
LOGRETTAN sjálf


Le tigre
coming up this weekend... A weekend in the city.

Monday, February 19, 2007


Tók meðvitaða ákvörðun um að taka því rólega í seinustu viku og lílegasta þessari. Það getur bara verið of ljúft líf að vera í skóla þegar að maður ætti að gera eitthvað en kanksi þarf þess ekki..... Ég er illa slakur.....

Sunday, February 11, 2007


Ég er að vinda af mér eftir helgina og taka því rólega eins og hún Elaine í Seinfeld talaði um að væri svo mikilvægt. Vantar bara 60 minutes og heitt bað, það er nú klassíkst sunnudagskvöld hjá mér, ekki spyrja mig afhverju. En bíó á sunnudagskvöldi er líka góð venja. Ég er nú bara að sörfa og þreyttur eftir þe víkend, fór á heljarinnar námskeið og gerðist lyfjaeftirlitsmaður. Fór í íkea drakk góða drykki borðaði góðan mat( krua Thai, velkomin í sjoppuna) klæddi mig sem hermaður og fór í fest á vegum nemendafélagsins í loftkastalanum. Nú er maður bara að hlusta á nýjasta nýtt í músík, fátt skemmtilegra. Nýi arcade fire virkar hress...en ég set arcade fire í kaffidrykkjumúsík og er fátt betra en chillbuxur gott kaffi og arcadfire á meðan úti napur vindur hvín. Síðan er það sund í fyrra máli en ég ætla að reyna að mæta ferskur í laugina 720 í fyrramálið og byrja vikuna með trompi. 'Eg skora á alla að gera slíkt hið sama. Hoppa fram úr rúminu á mánudagsmorgni bókstaflega sjóða vatn fyrir grautinn og blasta einvhejra góða kaffi músík og segja jess! Djöfull er þetta gott kaffi og finna hvað það er gott að vera vakandi á meðan flestir aðrir sofa. Síðan má jafnvel leggja sig aftur ef að maður hefur ekkert að gera en allavega rífa sig upp snemma og feisa mánudaginn urrandi. Meðfylgjandi mynd er tekin í New York og tengist þessum skrifum ekki á neinn hátt.

Thursday, February 01, 2007


'Eg er búinn að vera lasinn í dag og undanfarið meira og minna eftir semidjamm báða dagana seinsutu helgi. Vísindarferðin í actavis var fín en þessi mynd af okkur var tekin þar.
Þessar flensur og pestir eru nú farnar að fara í mínar fínustu, ég sem var búinn svo hraustur og heilbrigður undanfarið er nú veikur með einhverjar kommur eins og svo vinsælt er að segja. Ég ligg í ávöxtum og appelsínu,sítrónu og gulrótarsafa sem að AFO mælir með. Er samt ekki beint búinn að vera að hvíla mig, skellti mér í vinnuna eftir smá paracetamól kokteil en var sendur heim úr vinnunni talinn veiklulegur um augun. Ég var síðan svangur áðan og ég og Eva María fórum á Ask af því að mér langaði svo mikið í eina wishbone. Þannig að ég er kanski ekekrt að fara alltof vel með mig.
Jú síðan í gær kíkut ég á Heiðar í hvasaleitið þar sem boðið var uppá spagettí og rauðvín og ég Heiðar og Gummi gerðum réttinn, en Heiðar er húsbóndinn þarna í hvassaleitinu á meðan Rannsi Graði fylgist með Man U skora mörkin á Englandi. 'Eg eyddi síðan tveimur tímum í gær í að reyna að skipta um dekk á bílnum og var búinn að beygla tvo tjakka í grenjandi rigningunni og veikur og næstum búinn að klessa á næsta bíl þegar að Jói kom sem bjargvættur og reddaði málunum, ég var á leiðinni að hringja í pabba hennar Evu. En allt er gott sem endar vel og vil ég þakka Gumma og Jóa fyrir að standa í þessari dembu og reyna við dekkjaskiptingar á meðan að íslenskutónlistarverðlaunin voru hlægilega án þess að eiga að vera það í tíundaskipti eða eitthvað. Best var að sjá Felix Bergson syngja jeff who hópsöng með salnum. Jæja ég hvet alla til að taka vítamínin sín því að víða leinast hætturnar og best að vera hraustur á þessum síðusutu og verstu tímum.