Thursday, July 26, 2007


Góðir gestir hér er mynd sem að mér þykir skemmtileg, einhver galsa gleði og glott í mannskapnum. Unga stúlkubarnið ásamt föður sínum og vinum hans. Hvað ætli Mappinn sé að bralla núna? Styttist í klofann?Hverjir ætla með?Á Bali var nú algjör stemmari og er tippað á að Klofinn verði rosalegur í ár. Verður þú Klofinn í herðar niður Verslunarmanna og Kaupmanna og Lyfsala helgina 2007.

Saturday, July 21, 2007

Brot af myndum mínum frá Bali. Tárast ég nánast við það að rifja þetta upp, vegna söknuðar. Mikil og skemmtileg var þessi ferð. Ég hef núna sett augu mín á útskriftarferðina hennar Evu næsta sumar, það verður tryllt, eins og Atli nokkur Guðbrandsson myndi eflaust orða það.

































Sunday, July 01, 2007

Ég slæ til baka inn í sumarbloggið illskeyttari en aldrei fyrr með myndir af ferð minni um Asíu ásamt minni heitt elskuðu Evu Maríu og Lyfjafræðigenginu. Þrátt fyrir að ég sé maður margra orða þá ætla ég að láta myndirnar duga í þetta skipti en ég hyggst verða stjörnubloggari og komast í blöðin, þannig að ekki óttast að ég sé farinn. Endilega að setjast niður í kaffinu og tjekka á Pensa. Þetta eru myndir frá Bangkok. Ég get dundað mér við að henda þeim upp í sumar ásamt fleiri góðum. Verð að veita Óskari smá félagsskap í bloggheiminum. Hvað ætli hann og mappinn séu búnir að vera að bralla? Ég og Eva erum að koma okkur fyrir í Kóp og styttist í grill potta veislu mikla. Vil þakka kaupmanni og Eygló fyrir gott boð í gærkvöldi þar sem við grilluðum í almeningsgarði og drukkum hvítt rautt, gull og brennt. Heiðar Kári sá um dansatriði.