Lindargötunni gengur allt sinn vanagang. Íbúarnir flestir ennþá í prófstressinu læðast á milli ganganna þungir á brún en bakvið situr tilhlökkunin og það er sutt í glott. Því að það er stutt í að þetta klárist. Nágranar mótorhjólakappar, ógæfufólk, og verkamenn að erlendum uppruna sem búa víst 15 í einu húsi sitja svip á umhverfið og ofan í mordor rís annað háhýsi. Á lindargötu 46a 202 er allt í gangi próflærdómur í bland við flutninga og útlandaplön. Stemmning og stress stíga trylltan dans. Sólin er farin að láta sjá sig meir og meir og fólk sem er á leið til Bali vorkar base-tanið í vesturbæjarlauginni. En við erum að fara út eftir 4 daga ég og Eva og restin af lyfjafræði genginu. Við förum til Köben á miðvikudag og síðan til Bangok á föstudag og 5 dögum seinna til Bali í tvær vikur. Þetta er útskriftarferð og námsferð. 5 daga námsferð í Bangkok og heimækjum við skóla og fyrirtæki. En Háskóli Íslands hefur tekið upp samstarf við aðalskólan í Bangkok. Það er víst þrumuveður og 30 stiga hiti þar og mengunarástand slæmt en þetta verður bara meira ævintýri fyrir vikið, er að spá í að redda mér svona grisjugrímu vegna mengunarinnar. En aftur á móti er maður ýmsu vanur ef maður hefur stundað skemmtanalífið á Íslandi og það mengunarástand sem er inn á skemmtistöðunum. Á Bali er ekki jafn mikil mengun nema af ferðamönnum en eyjan er mjög vinsæll ferðamanna staður ogg istum við á einvhjeru lúxus resort hóteli. Þetta veðrur fjör og vonandi sendi ég póstkort á ykkur öll, allavega ef ég er með adressuna. Helgi Magg dottin úr keppni í sviss og má vera stoltur af sínu framlagi, stóð sig víst helvíti vel í playoffs og var ekkert að chjóka, spurning hvort svisserarnir hafi verið búnir að læra Helga Skalla sönginn eftir að G Magg var þarna úti um daginn. Helgi heldur náttlega bara áfram í prótúr til Rómar að hitta Rómajón og Ólarón.. neh nett kynding. Þetta verður einvher svaka stemmning þótt að prótúr meistarinn ég sjálfur round 3 komist ekki í ár. Mér skilst að Bó Hall sé búinn í prófum í dag og óska ég honum til hamingju og svo heyri ég að hann sé að verða rauðhærður. Heim er snúinn aftur Gepsinn semer fáránlega hress í kópavoginum. En ég er einmitt að flytja í Kópavoginn, við Eva María flytjum út núna og svo þegar við komum heim er það vesturbær Kópavogs. Andri og Linda sveppafræðingar eru einnig í outbreak stemmningu á leið í kópavoginn enda enginn svalur í dag án þess að vera með aðra löppina í KÓP. Ágústa Rut dóttir þeirra er víst illa sátt við þetta. Mappinn átti afmæli um daginn og er á leið til USA í roadtrip og er byrjaður að grilla. Þá er sumarið sko komið. Heisi Ká, Gummi Latino(portugeuso) og Hrafn Harðars eru á leið til New York í mýkingu hjá Óskari og restinni af New York. Það veðrur ekki leiðinlegt hjá þeim félögum og aldrei "a dull moment " hjá Óskari eins og lesa má á síðunni hans. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir úr skírninni hennar Ágústu Rutar um daginn. En ég var skírnarvottur og var það mikil ánægja og heiður. Hjalli Huga fór á kostum. Eva tók þessar góðu og skemmtilegu myndir
á
Friday, May 11, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)