Monday, February 26, 2007



Varð bara aðeins að segja frá(monta sig) matarboðinu sem að við héldum á föstudag. Andri og Linda verðandi foreldrar "any minute now" og litlu kallarnir eins og Helgi kallar þá Mappi og Heisi Káá. Þetta var svaka fjör og voru myndirnar teknar á myndavél tiger lilly. Sem að ekki er vitað hvort að hún sé nýbúin að sjá samnefnda kvikmynd eftir woody allen en klæðisr sig allavega eftir þessu nafni og teku sig vel út. Ég og Eva fórum síðan í 1.árs afmæli til Viktoríu Sólveigar áðan til heim til Gumma og Nönnu í KÓP. Gepsinn flottur húsbóndi í kópavoginum og allskyns kræsingar. Ég og Búggi sem að vildi fá að sita við barna borðið vegna kræsinga fórum síðan og sáum KR tapa í Njarðvík. En vorið er á næsta leyti þrátt fyrir mínus celsíus og mars byrjar í vikunni. Árshátíð og margt fleira komming öpp inn the Hjalli Ká sjóv. dont go far.

Friday, February 23, 2007


And what do you know its friday all over again....
Búggí Búggí, people its the weekend, a weekend in the city.

Thursday, February 22, 2007



HVAR ERU ÞEIR NÚNA?
LOGRETTAN sjálf


Le tigre
coming up this weekend... A weekend in the city.

Monday, February 19, 2007


Tók meðvitaða ákvörðun um að taka því rólega í seinustu viku og lílegasta þessari. Það getur bara verið of ljúft líf að vera í skóla þegar að maður ætti að gera eitthvað en kanksi þarf þess ekki..... Ég er illa slakur.....

Sunday, February 11, 2007


Ég er að vinda af mér eftir helgina og taka því rólega eins og hún Elaine í Seinfeld talaði um að væri svo mikilvægt. Vantar bara 60 minutes og heitt bað, það er nú klassíkst sunnudagskvöld hjá mér, ekki spyrja mig afhverju. En bíó á sunnudagskvöldi er líka góð venja. Ég er nú bara að sörfa og þreyttur eftir þe víkend, fór á heljarinnar námskeið og gerðist lyfjaeftirlitsmaður. Fór í íkea drakk góða drykki borðaði góðan mat( krua Thai, velkomin í sjoppuna) klæddi mig sem hermaður og fór í fest á vegum nemendafélagsins í loftkastalanum. Nú er maður bara að hlusta á nýjasta nýtt í músík, fátt skemmtilegra. Nýi arcade fire virkar hress...en ég set arcade fire í kaffidrykkjumúsík og er fátt betra en chillbuxur gott kaffi og arcadfire á meðan úti napur vindur hvín. Síðan er það sund í fyrra máli en ég ætla að reyna að mæta ferskur í laugina 720 í fyrramálið og byrja vikuna með trompi. 'Eg skora á alla að gera slíkt hið sama. Hoppa fram úr rúminu á mánudagsmorgni bókstaflega sjóða vatn fyrir grautinn og blasta einvhejra góða kaffi músík og segja jess! Djöfull er þetta gott kaffi og finna hvað það er gott að vera vakandi á meðan flestir aðrir sofa. Síðan má jafnvel leggja sig aftur ef að maður hefur ekkert að gera en allavega rífa sig upp snemma og feisa mánudaginn urrandi. Meðfylgjandi mynd er tekin í New York og tengist þessum skrifum ekki á neinn hátt.

Thursday, February 01, 2007


'Eg er búinn að vera lasinn í dag og undanfarið meira og minna eftir semidjamm báða dagana seinsutu helgi. Vísindarferðin í actavis var fín en þessi mynd af okkur var tekin þar.
Þessar flensur og pestir eru nú farnar að fara í mínar fínustu, ég sem var búinn svo hraustur og heilbrigður undanfarið er nú veikur með einhverjar kommur eins og svo vinsælt er að segja. Ég ligg í ávöxtum og appelsínu,sítrónu og gulrótarsafa sem að AFO mælir með. Er samt ekki beint búinn að vera að hvíla mig, skellti mér í vinnuna eftir smá paracetamól kokteil en var sendur heim úr vinnunni talinn veiklulegur um augun. Ég var síðan svangur áðan og ég og Eva María fórum á Ask af því að mér langaði svo mikið í eina wishbone. Þannig að ég er kanski ekekrt að fara alltof vel með mig.
Jú síðan í gær kíkut ég á Heiðar í hvasaleitið þar sem boðið var uppá spagettí og rauðvín og ég Heiðar og Gummi gerðum réttinn, en Heiðar er húsbóndinn þarna í hvassaleitinu á meðan Rannsi Graði fylgist með Man U skora mörkin á Englandi. 'Eg eyddi síðan tveimur tímum í gær í að reyna að skipta um dekk á bílnum og var búinn að beygla tvo tjakka í grenjandi rigningunni og veikur og næstum búinn að klessa á næsta bíl þegar að Jói kom sem bjargvættur og reddaði málunum, ég var á leiðinni að hringja í pabba hennar Evu. En allt er gott sem endar vel og vil ég þakka Gumma og Jóa fyrir að standa í þessari dembu og reyna við dekkjaskiptingar á meðan að íslenskutónlistarverðlaunin voru hlægilega án þess að eiga að vera það í tíundaskipti eða eitthvað. Best var að sjá Felix Bergson syngja jeff who hópsöng með salnum. Jæja ég hvet alla til að taka vítamínin sín því að víða leinast hætturnar og best að vera hraustur á þessum síðusutu og verstu tímum.

Sunday, January 28, 2007

öhömm.. afsakið. Það er sunnudagur og það rignir úti, helgin liðin. allt svo alvöruþrungið svona á sunnudögum, allir sitja við gluggan þunnir og stara út og velta fyrir sér leyndarmálum og ráðgátum heimsins. Ég er með það sem klínískir ráðgfjafar mínir hafa sagt mér að sé vottur af þynnku, en fyrir utan það er ég hress og heilbrigður að minni bestu vitund. Ég velti fyrir mér hvort að nú ætti ég kanski að láta af því að prófa að gerast grænmetisæta svona í einaviku upp á flippið. 'oþolandi hvað maður hefur lítinn viljastyrk ef að ekkert er í húfi, ekkert liggur undir. Ég mundi varla endast einn dag sem grænmetisæta eða mar veit ekki. Ég tók nú einu sinni uppá því meðan ég bjó í Kaupmannhöfn og keyrði út pezzur og eyddi miklum tíma með Mustafa Ajan Dansk-Maróskum yfirmani mínum, að hætta að borða svínakjöt og gerði það ekki í langan tíma, fékk bara klíju ef ég sá skinku. talandi um skinku þá var það einu sinni fyndið þegar við strákarnir í Haga elduðum partyskinku sem að er svona einhverskonar bayonskinka og er ódýr og fæst í bónus, og borðuðum með kartöflusalati og rauðkáli, eð stelpa úr skólanum misheyrði áform okkar um þessa eldamennsku á þann hátt að hún hélt að við værum að tala um ákveðna stelpu og við værum að kalla hana partyskinku og að skinka væri þá það sem að við kölluðum stelpur og að þessi umrædda stelpa/skinka væri algjör partyskinka. Við værum nú ekki þessir ungu þokkafullu fagmenn og sjentilmenni sem við erum ef við kölluðum stelpur skinkur en engu að síður fannst mér þetta mjög fyndið.
Í öðrum fréttum er ég að reyna að fara til sviss um páskana að hitta Helga Má en Helgi er eins og flestir vita mikill snillingur og hrókur allsfagnaðar sem að ætíð er gaman að sækja heim. En spurning hvort að boðið verði uppá cornflakes með nesquick þarna í sviss, ég meina hvað ætti Helgi annars að borða?
Björgvin "Bo Hall" Björnsson væri veimiltítu stimpil vikunnar fyrir að blása í djammlúðurinn alla vikuna og leggjast síðan undir sæng á laugadagskveldi fyrir 10 með væl. Greinilegt að það er farið að sjást vel á búgganum að hann veðrur bráðlega kvartaldar gamall. En þetta veðrur tekið fyrir á næsta fundi hins akademíska arms LA. Annars er maður bara á fullu í skólanum og er það svo sem bara fínt þá leiðist mér ekki á meðan. En fyrir utan það þá er ég að hlusta á mússík og drekka te frá Mauritíusi sem að Eva kom með hérna heima hjá okkur á Lindargötunni.
Njótið Dagsins

Tuesday, January 09, 2007


Bumban úr leik. En samt var ansi fjörugt í röstinni í gær á köflum. Höfðum gaman af þessu við KR B leikmenn og sérstaklega eftir að vera yfir eftir 1.leikhluta og þegar minnkað var í 12 stig í 4.leikhluta og búggin var farinn að láta heyra í sér. Úthaldið var aðeins(já kanski aðeins meira en aðeins) að segja til sín og setti það strik í reikninginn. Annars fannst mér bara gaman að komast í alvöru leik og að þvílíkur heiður að spila með þessum legends sem maður var að spila með.´Ég meina Orms, Kaldal, Guss Magg, Baldullah og Einvaldurinn ásamt Bigga Mikk og fleirum. Við tökum þetta á næsta ári. Legendið Atli EInars leyfði mér líka að spila númer 11 þótt að ég sé töluvert yngri. Hér má sjá smá myndbrot úr leiknum http://www.vf.is/veftv/154/default.aspx
Annars er algjört madness í skólanum og ég er að vinna öll kvöld í þessari viku þannig að þreytan er farin að segja til sín og það er rétt svo miðvikudagur. ussss...Maður verður að herða sig.

Sunday, January 07, 2007

Back to school!
Að mæta aftur í skólan eftir frí er alltaf tvíeggjað sverð. Þetta er búið að vera meira en árlegur viðburður í næstum 20 ár. Hvort sem það er á haustin eða um áramót þá er alltaf svona ákveðin stemmning að mæta aftur. Hitta fólkið/krakkana heyra hvað er búið að vera að gerast og svona. Síðan eru flestir líka búnir að hafa það svo náðugt að þeir eru komnir með uppí kok af því og þurfa að fara að gera eitthvað vegna ofskammts af afslappelsi nú eða bara af appelsíni og malti eða öðrum drykkjum. Fínt að mæta og taka gera eitthvað við daginn. Ég man nú hvernig þetta var þegar maður var yngri því að ég er svo gamall í dag(neh 25 is the new 18), nei ég man að á aldrinum 13-18 var þetta alltaf voða sérstakir dagar svona aftur í skólan, sýna sig sjá aðra, allir að mæta í fötunum sem þeir fengu eða fengu ekki í jólagjöf. Síðan kanski hlakkaði mann til eða kveið fyrir ef maður var kanski skotinn í einhverri sætri stelpu og svona. En svo á hinn bóginn alltaf svona smá oh að byrja aftur eftir frí, nenni þessu ekki stemmning. Sérstaklega ef maður fékk alveg nógan skammt af skólanum á fyrri önninni eins og ég til dæmis þarna upp í HAGA húsi Lyfjafræðideildar enda eyddi maður alltof miklum tíma þar. Já það veðrur fínt að mæta á morgun taka í spaðan og byrja ferksur í geðsýkinni og alltaf er það eins að markið er sett hátt og alltaf er hægt að gera betur. Það þýðir nefnilega ekkert annað en að setja skotmarkið á tunglið eða hærra. Mér var bara hugsi til þess hversu lítið hefur breyst, maður er ennþá í skóla, búinn að vera í skóla síðan mar var 6 ára. Alveg sami fílingurinn töluvert erfiðari og stærri bækur að lesa en hitt alveg eins að mestu leyti. Ég hlakka nú bara til að byrja á morgun aftur, spurning hvort e´g mæti í einvhejru nýju sem ég fékk í jólagjöf og segi einvherjar skemmtilegar sögur og taki inn allt slúðrið og fréttirnar. Bölvi síðan álaginu sem er framundan yfir einum kaffibolla og tali um útlönd og kanski ef ég er þreyttur í fyrsta tímanum þá reyni ég að galdra mig til Mauritíusar. Já þetta legst bara vel í mig. Jú og svo á morgun er líka stórleikur í körfuboltanum við KR B menn spilum á móti Grindavík í Grindavík í 8 liða úrslitum Bikarsins. Baldur Ólafs, Óli Orms, Steinar Kaldal, Gummi Magg og Ben Jacobs nýi ameríkaninn verða mættir undir stjórn ING og EInvaldsins. Ég lofa stemmningu hvernig sem fer.
allir að mæta. En nú er málið að drífa sig á sunnudagsbíó það er svo sígilt, getur ekki klikkað.

Wednesday, January 03, 2007


2007
Humm... Allt í einu komið 2007 og allt og jafnframt ekkert að gerast. Mér lýst vel á sjöuna, jafnvel þótt að ég hafi ekki byrjað árið vel. Var frekarþunnur á myndinni köld slóð með Helga, Andra og Lindu, systur Lindu og Rut og Ottó. Wiskýið sem pabbi var að bjóða uppá fór ekki vel í mig. En fall er fararheill og nú er ég sko hress eða svona kanski ekki alveg en allavega ágætur. Var að koma af æfingu með KR B en við erum að fara að spila í 8 liða úrslitum bikarsins í næstu viku. Annars er mappinn og við nokkrir að fara að elda alvöru kebab og ætlum að hittast og marinera kjötið og gera alvöru chillí kvöldið áður. Síðan er Óskar að fara að kveðja eins og skallinn í fyrradag og reynt verður að hafa Skarann með í kebab dæminu. Ég hef engan veginn náð að eiga mína tilli daga í þessu fríi og ekkert náð að lesa en í staðinn stend ég ofan á haug af aurum. En miðað við bókalistan fyrir næstu önn er sá peningur allur að fara í bókarkaup. Skólinn að byrja með hvelli næsta mánudag víst og ég á ða vera að vinna, veit ekki alveg hvernig það fer. Annars er ágæt í apótekinu, flest allir að kaupa hægaðlosandi lyf, án gríns. Jólasteikin er ekki að fara vel í fólk. En 2007 er hafið þótt það fari rólega af stað og´einhversstaðar í fjarska glittir í sólin og í útskriftarferð og svo miklu nær á næsta leiti kemur Eva María aftur frá Mauritius. Já það er "ens helste aktivitet" að hlakka til þessa dagana.

Saturday, December 30, 2006

Yfirvegaður Áramótaannáll Hjalta Ká.
Janúar

Ég Jói og Erla vorum á fullu í okkar fyrstu prófum í Kaupmannahöfn, tókum próf í íþróttasölum og vorum stressuð og það var kalt, en við vorum dugleg, þótt geðheilsan hafi verið tæp.

Andri Fannar og Linda kíktu í heimsókn í mars og lítið gerðist í febrúar, þótt að þorrablót íslendingafélagsins í kaupmannahöfn hafi verið hin fínasta skemmtun.


Ég flutti síðan inn til Óskars og Sörens á Pálsgötuna og það voru good times.


Ég tók uppá því að heimsækja Bónerinn á ítalíu ásamt Magg bræðrum, það var ótrúleg ferð, respect the rounds. Fylgdum jóni á síðasta leik tímabilsisins til bolognia, lágum í sólinni átum hráskinku og tókum gríðarlega skemtilegar dagdrykkjur. Guðmundur magg spúaði út Napoli eftir Tequila staup með mjólkurglasi.

Ég og Erla rúlluðum upp prófunum í steikjandi hita í júní.
Sumarið var tíminn og ég flutti frá kaupmannahöfn, hóf láglauná/náms/sjálfboðavinnu í apóteki og skellti mér til Ástralíu. Fór í hallgeirsey í eftirminnilegaferð með góðum mannskap 1.helgina í júlí. Ástralíuferðin var ótrúlega skemmtileg og þó að um náms/ráðstefnuferð hafi verið að ræða þá var mikið fjör. En ekki má gleyma útihátíðinni Klofa 2006 um verslunarmannahelgina.

Ég fluttin inn á Lindargötua og gerðist svo lánsamur að vera nágranni góðs vinar míns Heiðars Kára. Við skemmtum okkur vel og höfum kunnað vel við okkur á Lindó í nágrenni við Fáfni og Jóa og Guggu. Skólin hófst og var það skrýtið að vera á 4.ári allt í einu og sjá fyrir endan á þessu. Söfnun hófst fyrir útskriftarferð til Bali 2007. Ég fór í 19 einingar og var þetta smá mauserí.
Vísindaferðirnar voru skemmtilegar enda svo ótrúlega gott fólk þarna í lyfjafræðinni. Svo gott að ég varð nú bara bálskotinn í einni manneskju þar. Ég kynntist Evu Maríu og við vorum saman í verkelgum tíma í eðlislyfjafræði og það gerði tímana heldur skemmtilegri, við byrjuðum síðan saman og er það mount Everst hápunktur ársins. Mér finnst reyndar miklu lengra síðan en 3 mánuðir en svona er þetta. Ég er heppnastur í heimi. Hún Eva María er núna á leið til Máritíusar í smá frí og er náttúrlega smá blús í mér vegna þess.

Ég og Andri Fannars fórum sóðan til New york, 3 utanlandsferðin á árinu(verður toppað á næsta ári). Og heimsóttum Óskar, það var ógleymanleg ferð. Síðan komu prófin og var veruleg harka tekin í ár, 5 próf og 19 einingar, lítin svefn og kaffi. Ég og Eva skelltum okkur reyndar í bústað rétt fyrir prófin og lærðum þar og var fínt að komast frá Haga geðsýkinni, við vorum ótrúlega dugleg að læra þótt að við höfum náttúrulega slappað aðeins af inn. Vá hvað ég væri til í að vera í sumbarsbústað núna. Prófin klárðust og við tók vinna og boð og vinna og jól og síðan héldum við Eva María, smá partý þar sem góðvinir komu saman í rauðvín og osta núna 27.des. Það var mikil gleði. Já og svo bara núna árið að renna sitt skeið. Ég sé ekki fram á að þetta ár verði toppað. ég sendi áramótakveðju(kossa til mauritius) til allra, takk fyrir gamlar og góðar stundir megi gæfan elta ykkur á röndum.Ég ætlaði að vera með allskyns myndir af öllum þessum viðburðum sem ég nefndi en það klikkaði eitthvað einhver bilun í blogger, verðum að láta textan duga. og myndir frá fyrri hluta árs.
Hittumst á nýju ári.

Wednesday, December 13, 2006

Óskar Arnórsson á Knicks v.s Celtics. 18.11.2006.







Thursday, November 23, 2006

Sá Bob Dylan í Jersey. Kallinn var góður, nýi diskurinn mjög góður. Hér er textinn við eitt besta lagið af disknum.

Nettie Moore af Modern Times

Lost John's sittin' on a railroad track
Something's out of whack
Blues this mornin' fallin' down like hail
Gonna leave a greasy trail

Gonna travel the world is what I'm gonna do
Then come back and see you.
All I ever do is struggle and strive.
If I don't do anybody any harm, I might make it back home alive.

I'm the oldest son of a crazy man,
I'm in a cowboy band
Got a pile of sins to pay for and I ain't got time to hide
I'd walk through a blazing fire, baby, if I knew you was on the other side

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

Well, the world of research has gone berserk
Too much paperwork
Albert's in the graveyard, Frankie's raising hell
I'm beginning to believe what the scriptures tell

I've gone where the Southern crosses The Yellow Dog
Get away from all these demagogues
And these bad luck women stick like glue
It's either one or the other or neither of the two

She says, "Look out, daddy, don't want you to tear your pants
You could get wrecked in this dance."
They say whisky'll kill you, but I don't think it will
I'm ridin' with you to the top of the hill

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

Don't know why my baby never looked so good before
Don't have to wonder no more
She been cooking all day, it gonna take me all night
I can't eat all that stuff in a single bite

The judge's coming in, everybody rise
Lift up your eyes
You can do what you please, you don't need my advice
'Fore you call me any dirty names, you better think twice

Gettin' light outside, the temperature dropped
I think the rain has stopped
I'm gonna make you come to grips with fate
When I'm through with you, you'll learn to keep your business straight

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

The bright spark of the steady lights
Has dimmed my sights
When you're around me all my grief gives 'way
A life time with you is like some heavenly day

Everything I've ever known to be right has been proven wrong
I'll be drifting along
The woman I'm loving she rules my heart
No knife could ever cut our love apart.

Today I'll stand in faith and raise
The voice of praise
The sun is strong, I'm standing in the light
I wish to God that it were night

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one here left to tell
The world has gone black before my eyes

Saturday, November 18, 2006

Saturday, November 11, 2006

Monday, November 06, 2006




Góðan daginn, yndislega fólk.
Undan grámyglu helgarinnar, óveðri, ritgerðarsmíðum, öltrektarþambi(samt edrú) skrifa ég ykkur. Verkefni vetrarins í skólanum næstum að baki og próftörnin framundan. Ég að fara að undirbúa möppur og gera allt klárt. Þeir sem vilja eintka af ritgerðinni sem ég skilaði í morgun og er 18 síður og ber titilinn "Breath actuated nasal delivery systems" geta sent mér línu á HI meilið hjaltik@hi.is. En Vala ef þú lest þetta ég er með mynd af þér og erlend og ef þér er sama þá birta ég hana bar hér, ég fin ekki meilið sem þú sendir mér.

En nú er ég að fara bráðum´til New York með AFO og bið ég þig lesandi góður um að gefa mér allavega svona eitt gott tipps um eitthvað sniðugt sem ég ætti að tjekka á í Ne York jafnvel þótt þú hafir bara heyrt um það. Komment away! Ég set með myndir hérna af mér í skólanum mínum. Það er svo gaman. Að sína myndir af sjálfum sér.

Saturday, November 04, 2006

Vinir Mínir