Friday, May 11, 2007

Lindargötunni gengur allt sinn vanagang. Íbúarnir flestir ennþá í prófstressinu læðast á milli ganganna þungir á brún en bakvið situr tilhlökkunin og það er sutt í glott. Því að það er stutt í að þetta klárist. Nágranar mótorhjólakappar, ógæfufólk, og verkamenn að erlendum uppruna sem búa víst 15 í einu húsi sitja svip á umhverfið og ofan í mordor rís annað háhýsi. Á lindargötu 46a 202 er allt í gangi próflærdómur í bland við flutninga og útlandaplön. Stemmning og stress stíga trylltan dans. Sólin er farin að láta sjá sig meir og meir og fólk sem er á leið til Bali vorkar base-tanið í vesturbæjarlauginni. En við erum að fara út eftir 4 daga ég og Eva og restin af lyfjafræði genginu. Við förum til Köben á miðvikudag og síðan til Bangok á föstudag og 5 dögum seinna til Bali í tvær vikur. Þetta er útskriftarferð og námsferð. 5 daga námsferð í Bangkok og heimækjum við skóla og fyrirtæki. En Háskóli Íslands hefur tekið upp samstarf við aðalskólan í Bangkok. Það er víst þrumuveður og 30 stiga hiti þar og mengunarástand slæmt en þetta verður bara meira ævintýri fyrir vikið, er að spá í að redda mér svona grisjugrímu vegna mengunarinnar. En aftur á móti er maður ýmsu vanur ef maður hefur stundað skemmtanalífið á Íslandi og það mengunarástand sem er inn á skemmtistöðunum. Á Bali er ekki jafn mikil mengun nema af ferðamönnum en eyjan er mjög vinsæll ferðamanna staður ogg istum við á einvhjeru lúxus resort hóteli. Þetta veðrur fjör og vonandi sendi ég póstkort á ykkur öll, allavega ef ég er með adressuna. Helgi Magg dottin úr keppni í sviss og má vera stoltur af sínu framlagi, stóð sig víst helvíti vel í playoffs og var ekkert að chjóka, spurning hvort svisserarnir hafi verið búnir að læra Helga Skalla sönginn eftir að G Magg var þarna úti um daginn. Helgi heldur náttlega bara áfram í prótúr til Rómar að hitta Rómajón og Ólarón.. neh nett kynding. Þetta verður einvher svaka stemmning þótt að prótúr meistarinn ég sjálfur round 3 komist ekki í ár. Mér skilst að Bó Hall sé búinn í prófum í dag og óska ég honum til hamingju og svo heyri ég að hann sé að verða rauðhærður. Heim er snúinn aftur Gepsinn semer fáránlega hress í kópavoginum. En ég er einmitt að flytja í Kópavoginn, við Eva María flytjum út núna og svo þegar við komum heim er það vesturbær Kópavogs. Andri og Linda sveppafræðingar eru einnig í outbreak stemmningu á leið í kópavoginn enda enginn svalur í dag án þess að vera með aðra löppina í KÓP. Ágústa Rut dóttir þeirra er víst illa sátt við þetta. Mappinn átti afmæli um daginn og er á leið til USA í roadtrip og er byrjaður að grilla. Þá er sumarið sko komið. Heisi Ká, Gummi Latino(portugeuso) og Hrafn Harðars eru á leið til New York í mýkingu hjá Óskari og restinni af New York. Það veðrur ekki leiðinlegt hjá þeim félögum og aldrei "a dull moment " hjá Óskari eins og lesa má á síðunni hans. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir úr skírninni hennar Ágústu Rutar um daginn. En ég var skírnarvottur og var það mikil ánægja og heiður. Hjalli Huga fór á kostum. Eva tók þessar góðu og skemmtilegu myndir






á

Saturday, April 14, 2007






















Það var gaman á ísafirði.

Tuesday, April 03, 2007


Leti og chill milli stríða. Aga vantar í mannskapinn og mannapinn nennir ekki neinu. Það eru ótrúleg fríðindi og lúxerí að geta bara sofið út í miðri viku og verið að dunda sér í chill gallanum með graut og kaffi eða te fram eftir degi. Sörfað netheiminn eins og Atli Guðbrandsson hyggst sörfa öldur Indónesíu eftir tvo mánuði. Athuga það nýjasta feitasta í hinu og þessu. Niðurhala stafrænni afþreyingu eins og þeir bestu í bransanum ala Gummi Latino, og bara fljóta í letinni. En áður en ég hóf þessa leti í dag sem að ég vil kalla hvíld er ég búinn að gera hitt og þetta seinsutu daga sem ég aðeinhvejrum ástæðum ætla að segja þér frá, já þér, þú sem að einhvejrum ástæðum ert að lesa þetta. Á fimmtudag mætti slavoij zizek til landsins og var í slagtogi meira og minna með AFO og fleiri heimspekki köppum og sekkjum. Hann hélt síðan opinn fyrirlestur á vegum LHÍ á föstudag í Öskju það var gaman að hlýða á hann og voru þarna komnir miklir meistarar eins og Einar Hlér, Guðbrandur Kaupmaður, AFO og Bjarni og síðan ég Heiðar og Gummi ásamt kvenarmi Guðmundar.,
Ég og Eva maría héldum uppá 6 mánuði í bransanum seinna sama kvöld og fórum á veitingahús og í leikhús, mæli með killer joe. Það var mjög gaman. Laugardagurinn var tekinn í æfingar og sund, og Nes lauginn að gera góða hluti. KR leikurinn var hræðilegur því að ég var gerður að einhvejrum hálfgerðum dyraverði og KR tapaði. Ég Bjöggi og Heiðar héldum síðan álverskosninga partý og drukkum og fögnuðum þegar úrslitin voru ljós. Það var síðan erfitt að vakna daginn eftir en ég skellti mér síðan í fermingu í keflavík og kalla ég það afrek. Ég Eva og Heiðar fórum síðan á The Sceince of sleep eftir Michel Gondry sem að var loka myndinn á frönskukvikmyndahátíðinni og var hún góð en mjög súr, sem að er gott. Heiðar sagði eftir myndina að svona væri eflaust að vera inní hausnum á mappa? gæti verið. Í gær vann síðan KR snæfell og fórum ég TKA og Sinni P alla leið á hólminn og var það vel þess virði end agóður leikur. Framundan er www.aldrei.is ef að allt fer eins og planað er. S'iðan þarf að læra fræðin einvherstaðar á milli. En þangað til er það chill og leti. svona aðeins að starta páskafríinu.

Wednesday, March 28, 2007

Almenn uppsveifla í hressleika þessa dagana. Menn á götum úti fagna heilsast og blessa veðurblíðuna. Handan við hornið bíður sumarið með tilheyrandi ævintýrum. Vorbörnin dafna og gamlir vinir snúa aftur heim. Páskaeggja tíminn genginn í garð og fermingar á hverju strái. Prófin á næsta leyti. Körfubolti er aldrei meira spennandi en núna bæði í útlöndum og hér heima, góðir vinir í kröppum dansi á ítalíu og í sviss, nú síðan eru það Óskar and his Knicks. Við erum síðan að fara í útskriftarferð í maí til Köben, Bangkok og Bali. Í sumar vonandi fæ ég aðstoðarlyfjafræðingsréttindi og fer að kvitta á lyfseðlana. Hressleikinn er rífandi dúndrandi þessa dagana. Good times....... Good times.

Saturday, March 10, 2007

Andri og Linda eignuðust stúlkubarn 6.mars síðastliðin, Heisi ká, mappi og Guðfaðirin kíktu á nýustu fjölskylduna.
































Já ekki í hverri viku sem að vinir manns eignast börn eða að maður taki að sér að verða Guðfaðir.

Tuesday, March 06, 2007

Mánudagsslím og slen
Vorið lét sjá sig í dag og ég og Heiðar héldum áfram "the week of well being" og byrjuðum daginn á sundi. Gamla fólkið í lauginni var í vatnsleikfimi við gettóblaster sem staðsettur var við sundlaugarbakkan og spilaði ljúfa tóna. Við fórum í alla potta og gufu og enduðum í legupottinum í sólbaði. Mikilvægt að byrja dagana vel þessa dagana en mikið af verkefnum hvíla á manni. Skólinn er lúmskur og ég réði mig af einhverjum ástæðum í vinnu tivsvar í viku. En ég kvarta ekki. Mér leiðist ekki á meðan. Ég byrjaði annars velmegunarvikuna í gær á sundi, síðan súpu á asíu,þvínæst körfu í háskólaræktinni og rakst á búggan sem er víst kominn með sixpack, síðan kláruðum ég Atli og Anna í skólanum 30 síðna plat lokaverkefni í skólanum, svo um kvöldið spilaði ég með bumbunni í hörkuleik gegn gömlum köllum í góðuformi í HK. Við unnum þrátt fyrir ströggl. Byrjunarliðið var Ég, Böddi, Gummi Magg( sem sást ekki á vellinum svo mikill slimjimm er hann orðinn), Atli E og Officer Hightower. Þessi mánudagur var alveg það sem þurfti til að losna við mánudagsslenið og slímið eftir erfiða en skemmtielga helgi og árshátíðarglens og glans. stemmning.

Monday, March 05, 2007

Saturday, March 03, 2007



Ég fór í leikhúsið í gær með Helgu systir að sjá Leg eftir hann þaarna Hugleik. Ég skemti mér vel og hló að mörgu af þessu og mikið var mjög frumlegt, en sumt voða mikið áramótaskaup svona ádeila á hina íslensku þjóð og vonda siði hennar. En allavega mæli alveg með að fólk skelli sér. Alltaf gaman in "the theater". Ég hitti síðan mikið af fólki þarna og marga úr Lyfjafræðinni en Druggarar eru með árshátíð í dag og er ég á leið í gufu með dregnjum af 4.ári hvað og hverju. Smá höfuðverkur erftir næturbrölt í gær. Mappalaís bauð götumönnum og fleirum í heimsókn til systur sinnar íbúð. Mér var samt sagt að við hefðum misst af lögfræðinemunum sigga loco og búggalitla. Ég kíkti fyrst á kaffi kúltúra með Helgu eftir leikhúsið og heyrði sögur af magasliti og allskyns fæðingar og leg tengdum hlutum. Húff eins dásamlegur hlutur og fæðings nýs einstaklings í þennan heim er þá er ég feginn að þurfa ekki að ganga í gegnum þessa hluti tengda fæðingum. Man ennþá eftir þegar Hákon líffræði kennari í MS lét okkur horfa á fæðingu og við allir strákarnir búnir að sjá allar hryllingsmyndir sem til eru eða álíka, allavega töldum okkur voða spaða þegar hann varaði okkur við að þetta gæti verið erfitt að horfa á. Sá sem endist legnst af myndbandinu horfði í 7 sekúndur. En talandi um fæðingar er Linda Heiðars gangandi sprengja þessa dagana og er ég í viðbragðstöðu í að bruna uppá spítala með vindla og blóm. Sé AFO alveg fyrir mér með einn feitan kúbverskan úta á gangi á spítalanum hlæjandi fagnandi og kanski í símanum.
Árshátíðin verður vonandi einhver stemmari. Vantar samt Evu Maríu sem að er úti í london akkúrat núna. En Hannes vinur minn í lyfjafræðinni sem að er líka að fara út að hitta Evu Maríu og fleiri stelpur úr lyfjafræðinni, hann fer út í nótt og ætlar samt að fara á árshátíðina, hann sagði mér bara að taka visakortið með á árshátíðina og svo myndi ég bara enda útí london. Það yrði nú stemmari en þokkalega þynnka örugglega. myndin sem fylgir var tekin og sýnir mig og árna Þorgrím í ástralíu í gala dinner en ég man ekki hvaða fólk þetta er þarna með nema að gaurinn þarna kallaði mig monster allan tíman.

Monday, February 26, 2007



Varð bara aðeins að segja frá(monta sig) matarboðinu sem að við héldum á föstudag. Andri og Linda verðandi foreldrar "any minute now" og litlu kallarnir eins og Helgi kallar þá Mappi og Heisi Káá. Þetta var svaka fjör og voru myndirnar teknar á myndavél tiger lilly. Sem að ekki er vitað hvort að hún sé nýbúin að sjá samnefnda kvikmynd eftir woody allen en klæðisr sig allavega eftir þessu nafni og teku sig vel út. Ég og Eva fórum síðan í 1.árs afmæli til Viktoríu Sólveigar áðan til heim til Gumma og Nönnu í KÓP. Gepsinn flottur húsbóndi í kópavoginum og allskyns kræsingar. Ég og Búggi sem að vildi fá að sita við barna borðið vegna kræsinga fórum síðan og sáum KR tapa í Njarðvík. En vorið er á næsta leyti þrátt fyrir mínus celsíus og mars byrjar í vikunni. Árshátíð og margt fleira komming öpp inn the Hjalli Ká sjóv. dont go far.

Friday, February 23, 2007


And what do you know its friday all over again....
Búggí Búggí, people its the weekend, a weekend in the city.

Thursday, February 22, 2007



HVAR ERU ÞEIR NÚNA?
LOGRETTAN sjálf


Le tigre
coming up this weekend... A weekend in the city.

Monday, February 19, 2007


Tók meðvitaða ákvörðun um að taka því rólega í seinustu viku og lílegasta þessari. Það getur bara verið of ljúft líf að vera í skóla þegar að maður ætti að gera eitthvað en kanksi þarf þess ekki..... Ég er illa slakur.....

Sunday, February 11, 2007


Ég er að vinda af mér eftir helgina og taka því rólega eins og hún Elaine í Seinfeld talaði um að væri svo mikilvægt. Vantar bara 60 minutes og heitt bað, það er nú klassíkst sunnudagskvöld hjá mér, ekki spyrja mig afhverju. En bíó á sunnudagskvöldi er líka góð venja. Ég er nú bara að sörfa og þreyttur eftir þe víkend, fór á heljarinnar námskeið og gerðist lyfjaeftirlitsmaður. Fór í íkea drakk góða drykki borðaði góðan mat( krua Thai, velkomin í sjoppuna) klæddi mig sem hermaður og fór í fest á vegum nemendafélagsins í loftkastalanum. Nú er maður bara að hlusta á nýjasta nýtt í músík, fátt skemmtilegra. Nýi arcade fire virkar hress...en ég set arcade fire í kaffidrykkjumúsík og er fátt betra en chillbuxur gott kaffi og arcadfire á meðan úti napur vindur hvín. Síðan er það sund í fyrra máli en ég ætla að reyna að mæta ferskur í laugina 720 í fyrramálið og byrja vikuna með trompi. 'Eg skora á alla að gera slíkt hið sama. Hoppa fram úr rúminu á mánudagsmorgni bókstaflega sjóða vatn fyrir grautinn og blasta einvhejra góða kaffi músík og segja jess! Djöfull er þetta gott kaffi og finna hvað það er gott að vera vakandi á meðan flestir aðrir sofa. Síðan má jafnvel leggja sig aftur ef að maður hefur ekkert að gera en allavega rífa sig upp snemma og feisa mánudaginn urrandi. Meðfylgjandi mynd er tekin í New York og tengist þessum skrifum ekki á neinn hátt.

Thursday, February 01, 2007


'Eg er búinn að vera lasinn í dag og undanfarið meira og minna eftir semidjamm báða dagana seinsutu helgi. Vísindarferðin í actavis var fín en þessi mynd af okkur var tekin þar.
Þessar flensur og pestir eru nú farnar að fara í mínar fínustu, ég sem var búinn svo hraustur og heilbrigður undanfarið er nú veikur með einhverjar kommur eins og svo vinsælt er að segja. Ég ligg í ávöxtum og appelsínu,sítrónu og gulrótarsafa sem að AFO mælir með. Er samt ekki beint búinn að vera að hvíla mig, skellti mér í vinnuna eftir smá paracetamól kokteil en var sendur heim úr vinnunni talinn veiklulegur um augun. Ég var síðan svangur áðan og ég og Eva María fórum á Ask af því að mér langaði svo mikið í eina wishbone. Þannig að ég er kanski ekekrt að fara alltof vel með mig.
Jú síðan í gær kíkut ég á Heiðar í hvasaleitið þar sem boðið var uppá spagettí og rauðvín og ég Heiðar og Gummi gerðum réttinn, en Heiðar er húsbóndinn þarna í hvassaleitinu á meðan Rannsi Graði fylgist með Man U skora mörkin á Englandi. 'Eg eyddi síðan tveimur tímum í gær í að reyna að skipta um dekk á bílnum og var búinn að beygla tvo tjakka í grenjandi rigningunni og veikur og næstum búinn að klessa á næsta bíl þegar að Jói kom sem bjargvættur og reddaði málunum, ég var á leiðinni að hringja í pabba hennar Evu. En allt er gott sem endar vel og vil ég þakka Gumma og Jóa fyrir að standa í þessari dembu og reyna við dekkjaskiptingar á meðan að íslenskutónlistarverðlaunin voru hlægilega án þess að eiga að vera það í tíundaskipti eða eitthvað. Best var að sjá Felix Bergson syngja jeff who hópsöng með salnum. Jæja ég hvet alla til að taka vítamínin sín því að víða leinast hætturnar og best að vera hraustur á þessum síðusutu og verstu tímum.

Sunday, January 28, 2007

öhömm.. afsakið. Það er sunnudagur og það rignir úti, helgin liðin. allt svo alvöruþrungið svona á sunnudögum, allir sitja við gluggan þunnir og stara út og velta fyrir sér leyndarmálum og ráðgátum heimsins. Ég er með það sem klínískir ráðgfjafar mínir hafa sagt mér að sé vottur af þynnku, en fyrir utan það er ég hress og heilbrigður að minni bestu vitund. Ég velti fyrir mér hvort að nú ætti ég kanski að láta af því að prófa að gerast grænmetisæta svona í einaviku upp á flippið. 'oþolandi hvað maður hefur lítinn viljastyrk ef að ekkert er í húfi, ekkert liggur undir. Ég mundi varla endast einn dag sem grænmetisæta eða mar veit ekki. Ég tók nú einu sinni uppá því meðan ég bjó í Kaupmannhöfn og keyrði út pezzur og eyddi miklum tíma með Mustafa Ajan Dansk-Maróskum yfirmani mínum, að hætta að borða svínakjöt og gerði það ekki í langan tíma, fékk bara klíju ef ég sá skinku. talandi um skinku þá var það einu sinni fyndið þegar við strákarnir í Haga elduðum partyskinku sem að er svona einhverskonar bayonskinka og er ódýr og fæst í bónus, og borðuðum með kartöflusalati og rauðkáli, eð stelpa úr skólanum misheyrði áform okkar um þessa eldamennsku á þann hátt að hún hélt að við værum að tala um ákveðna stelpu og við værum að kalla hana partyskinku og að skinka væri þá það sem að við kölluðum stelpur og að þessi umrædda stelpa/skinka væri algjör partyskinka. Við værum nú ekki þessir ungu þokkafullu fagmenn og sjentilmenni sem við erum ef við kölluðum stelpur skinkur en engu að síður fannst mér þetta mjög fyndið.
Í öðrum fréttum er ég að reyna að fara til sviss um páskana að hitta Helga Má en Helgi er eins og flestir vita mikill snillingur og hrókur allsfagnaðar sem að ætíð er gaman að sækja heim. En spurning hvort að boðið verði uppá cornflakes með nesquick þarna í sviss, ég meina hvað ætti Helgi annars að borða?
Björgvin "Bo Hall" Björnsson væri veimiltítu stimpil vikunnar fyrir að blása í djammlúðurinn alla vikuna og leggjast síðan undir sæng á laugadagskveldi fyrir 10 með væl. Greinilegt að það er farið að sjást vel á búgganum að hann veðrur bráðlega kvartaldar gamall. En þetta veðrur tekið fyrir á næsta fundi hins akademíska arms LA. Annars er maður bara á fullu í skólanum og er það svo sem bara fínt þá leiðist mér ekki á meðan. En fyrir utan það þá er ég að hlusta á mússík og drekka te frá Mauritíusi sem að Eva kom með hérna heima hjá okkur á Lindargötunni.
Njótið Dagsins

Tuesday, January 09, 2007


Bumban úr leik. En samt var ansi fjörugt í röstinni í gær á köflum. Höfðum gaman af þessu við KR B leikmenn og sérstaklega eftir að vera yfir eftir 1.leikhluta og þegar minnkað var í 12 stig í 4.leikhluta og búggin var farinn að láta heyra í sér. Úthaldið var aðeins(já kanski aðeins meira en aðeins) að segja til sín og setti það strik í reikninginn. Annars fannst mér bara gaman að komast í alvöru leik og að þvílíkur heiður að spila með þessum legends sem maður var að spila með.´Ég meina Orms, Kaldal, Guss Magg, Baldullah og Einvaldurinn ásamt Bigga Mikk og fleirum. Við tökum þetta á næsta ári. Legendið Atli EInars leyfði mér líka að spila númer 11 þótt að ég sé töluvert yngri. Hér má sjá smá myndbrot úr leiknum http://www.vf.is/veftv/154/default.aspx
Annars er algjört madness í skólanum og ég er að vinna öll kvöld í þessari viku þannig að þreytan er farin að segja til sín og það er rétt svo miðvikudagur. ussss...Maður verður að herða sig.

Sunday, January 07, 2007

Back to school!
Að mæta aftur í skólan eftir frí er alltaf tvíeggjað sverð. Þetta er búið að vera meira en árlegur viðburður í næstum 20 ár. Hvort sem það er á haustin eða um áramót þá er alltaf svona ákveðin stemmning að mæta aftur. Hitta fólkið/krakkana heyra hvað er búið að vera að gerast og svona. Síðan eru flestir líka búnir að hafa það svo náðugt að þeir eru komnir með uppí kok af því og þurfa að fara að gera eitthvað vegna ofskammts af afslappelsi nú eða bara af appelsíni og malti eða öðrum drykkjum. Fínt að mæta og taka gera eitthvað við daginn. Ég man nú hvernig þetta var þegar maður var yngri því að ég er svo gamall í dag(neh 25 is the new 18), nei ég man að á aldrinum 13-18 var þetta alltaf voða sérstakir dagar svona aftur í skólan, sýna sig sjá aðra, allir að mæta í fötunum sem þeir fengu eða fengu ekki í jólagjöf. Síðan kanski hlakkaði mann til eða kveið fyrir ef maður var kanski skotinn í einhverri sætri stelpu og svona. En svo á hinn bóginn alltaf svona smá oh að byrja aftur eftir frí, nenni þessu ekki stemmning. Sérstaklega ef maður fékk alveg nógan skammt af skólanum á fyrri önninni eins og ég til dæmis þarna upp í HAGA húsi Lyfjafræðideildar enda eyddi maður alltof miklum tíma þar. Já það veðrur fínt að mæta á morgun taka í spaðan og byrja ferksur í geðsýkinni og alltaf er það eins að markið er sett hátt og alltaf er hægt að gera betur. Það þýðir nefnilega ekkert annað en að setja skotmarkið á tunglið eða hærra. Mér var bara hugsi til þess hversu lítið hefur breyst, maður er ennþá í skóla, búinn að vera í skóla síðan mar var 6 ára. Alveg sami fílingurinn töluvert erfiðari og stærri bækur að lesa en hitt alveg eins að mestu leyti. Ég hlakka nú bara til að byrja á morgun aftur, spurning hvort e´g mæti í einvhejru nýju sem ég fékk í jólagjöf og segi einvherjar skemmtilegar sögur og taki inn allt slúðrið og fréttirnar. Bölvi síðan álaginu sem er framundan yfir einum kaffibolla og tali um útlönd og kanski ef ég er þreyttur í fyrsta tímanum þá reyni ég að galdra mig til Mauritíusar. Já þetta legst bara vel í mig. Jú og svo á morgun er líka stórleikur í körfuboltanum við KR B menn spilum á móti Grindavík í Grindavík í 8 liða úrslitum Bikarsins. Baldur Ólafs, Óli Orms, Steinar Kaldal, Gummi Magg og Ben Jacobs nýi ameríkaninn verða mættir undir stjórn ING og EInvaldsins. Ég lofa stemmningu hvernig sem fer.
allir að mæta. En nú er málið að drífa sig á sunnudagsbíó það er svo sígilt, getur ekki klikkað.

Wednesday, January 03, 2007


2007
Humm... Allt í einu komið 2007 og allt og jafnframt ekkert að gerast. Mér lýst vel á sjöuna, jafnvel þótt að ég hafi ekki byrjað árið vel. Var frekarþunnur á myndinni köld slóð með Helga, Andra og Lindu, systur Lindu og Rut og Ottó. Wiskýið sem pabbi var að bjóða uppá fór ekki vel í mig. En fall er fararheill og nú er ég sko hress eða svona kanski ekki alveg en allavega ágætur. Var að koma af æfingu með KR B en við erum að fara að spila í 8 liða úrslitum bikarsins í næstu viku. Annars er mappinn og við nokkrir að fara að elda alvöru kebab og ætlum að hittast og marinera kjötið og gera alvöru chillí kvöldið áður. Síðan er Óskar að fara að kveðja eins og skallinn í fyrradag og reynt verður að hafa Skarann með í kebab dæminu. Ég hef engan veginn náð að eiga mína tilli daga í þessu fríi og ekkert náð að lesa en í staðinn stend ég ofan á haug af aurum. En miðað við bókalistan fyrir næstu önn er sá peningur allur að fara í bókarkaup. Skólinn að byrja með hvelli næsta mánudag víst og ég á ða vera að vinna, veit ekki alveg hvernig það fer. Annars er ágæt í apótekinu, flest allir að kaupa hægaðlosandi lyf, án gríns. Jólasteikin er ekki að fara vel í fólk. En 2007 er hafið þótt það fari rólega af stað og´einhversstaðar í fjarska glittir í sólin og í útskriftarferð og svo miklu nær á næsta leiti kemur Eva María aftur frá Mauritius. Já það er "ens helste aktivitet" að hlakka til þessa dagana.