Sunday, February 11, 2007


Ég er að vinda af mér eftir helgina og taka því rólega eins og hún Elaine í Seinfeld talaði um að væri svo mikilvægt. Vantar bara 60 minutes og heitt bað, það er nú klassíkst sunnudagskvöld hjá mér, ekki spyrja mig afhverju. En bíó á sunnudagskvöldi er líka góð venja. Ég er nú bara að sörfa og þreyttur eftir þe víkend, fór á heljarinnar námskeið og gerðist lyfjaeftirlitsmaður. Fór í íkea drakk góða drykki borðaði góðan mat( krua Thai, velkomin í sjoppuna) klæddi mig sem hermaður og fór í fest á vegum nemendafélagsins í loftkastalanum. Nú er maður bara að hlusta á nýjasta nýtt í músík, fátt skemmtilegra. Nýi arcade fire virkar hress...en ég set arcade fire í kaffidrykkjumúsík og er fátt betra en chillbuxur gott kaffi og arcadfire á meðan úti napur vindur hvín. Síðan er það sund í fyrra máli en ég ætla að reyna að mæta ferskur í laugina 720 í fyrramálið og byrja vikuna með trompi. 'Eg skora á alla að gera slíkt hið sama. Hoppa fram úr rúminu á mánudagsmorgni bókstaflega sjóða vatn fyrir grautinn og blasta einvhejra góða kaffi músík og segja jess! Djöfull er þetta gott kaffi og finna hvað það er gott að vera vakandi á meðan flestir aðrir sofa. Síðan má jafnvel leggja sig aftur ef að maður hefur ekkert að gera en allavega rífa sig upp snemma og feisa mánudaginn urrandi. Meðfylgjandi mynd er tekin í New York og tengist þessum skrifum ekki á neinn hátt.

10 comments:

Anonymous said...

Hey jess.. pant koma með í sund í fyrramálið herra lyfjaeftirlitsmaður! Skulum samt sjá til hvort maður geti vaknað svona snemma... ;-)

Anonymous said...

tókuði góða gufu í morgun?

Linda said...

Hjalli við höfum ekkert hitt þig svo lengi...

Anonymous said...

Meðfylgjandi mynd var tekin í New York en tengist þessum skrifum ekki neitt.
Hér er nú ansi freistandi Hjalti að halda því fram að myndin kóróni nú einmitt þennan pistil.
Þetta er hress pistill...að vakna snemma, hoppa fram úr rúminu, fagna deginum, byrja á góðri músík, kaffi, segja jess og fara í sund. Með öðrum orðum: "það er upp á þér typpið" eins og sagt er. Textinn ber þess vott og myndin (phallus symbol), sem þú lést af einhverjum dulvituðum ástæðum fylgja, staðfestir það svo. Ég held því einnig fram að myndin, pallusinn, standi fyrir eitthvað "annað" sem var ritskoðað og komst ekki með í pistilinn sjálfan: dulvitund textans (hið ósagða) brýst fram í myndinni frá New York. Það sem var ritskoðað er svo auðvitað eithvað jafn kynferðislegt og sjálf myndin. Alltaf fær dulvitundin eitthvað gott að borða á Lyndargötunni.

AFO

Anonymous said...

Elsku hjartans Andri-spæjó. Gaman að sjá þú skulir enn geta spottað hið djúpa í hinu grunna, vinalega og hversdagslega.

Berðu virðingu fyrir hvuntdagsræðunni. Reyndu ekki að selja mér afruglara að vinum mínum - ég er í eilífri áskrift!

"Sá sem leitar hyldýpis í andapollum, hefur ekki skynbragð á dýpt grunnsævisins" - Megas

Anonymous said...

hver er að þykjast vera ég?

Anonymous said...

Dulvitundin er einfalt fyrirbæri sem birtist einna skýrast við sólarupprás í Reykjavík.

Eina leiðin til þess að bera raunverulega virðingu fyrir hvunndagsræðunni, er að gefa henni frí og leyfa dulvitundinni að tala.

Ertu að reyna að selja mér eitthvað óprúttni strákur, ertu að reyna að gera mig að áskrifanda að vinum mínum? Nei takk ég á afruglara!

AFO

Anonymous said...

"Ég er ekki ég, ég er annar"- Megas

Anonymous said...

Jahá hér er líf og fjör.

Anonymous said...

"Sá sem leitar hyldýpis í andapollum, hefur ekki skynbragð á dýpt grunnsævisins"

Lítum aðeins betur á þessa setningu.
1)andapollur er grunnur og þess vegna er vitleysa að leita hyldýpisins þar.
2)Grunnsævi er líka grunnt, en þar er engu að síður hægt að bera skynbragð á einhverja dýpt?

Bíddu, ef það er vitleysa að leita að hyldýpinu í andapollinum "grunna", á maður þá að fara út á strönd og reyna að bera skynbragð á dýptina í grunnsævinu "grunna". Hmm? Ég held að við ættum að gera hvorugt. Þetta er blindgötu-setning:

"Þegar ég les þessa setningu fæ ég nákvæmlega sömu tilfinningu og þegar ég keyri inn í botnlanga í úthverfi borgarinnar" - Megas.

AFO