Tuesday, April 03, 2007


Leti og chill milli stríða. Aga vantar í mannskapinn og mannapinn nennir ekki neinu. Það eru ótrúleg fríðindi og lúxerí að geta bara sofið út í miðri viku og verið að dunda sér í chill gallanum með graut og kaffi eða te fram eftir degi. Sörfað netheiminn eins og Atli Guðbrandsson hyggst sörfa öldur Indónesíu eftir tvo mánuði. Athuga það nýjasta feitasta í hinu og þessu. Niðurhala stafrænni afþreyingu eins og þeir bestu í bransanum ala Gummi Latino, og bara fljóta í letinni. En áður en ég hóf þessa leti í dag sem að ég vil kalla hvíld er ég búinn að gera hitt og þetta seinsutu daga sem ég aðeinhvejrum ástæðum ætla að segja þér frá, já þér, þú sem að einhvejrum ástæðum ert að lesa þetta. Á fimmtudag mætti slavoij zizek til landsins og var í slagtogi meira og minna með AFO og fleiri heimspekki köppum og sekkjum. Hann hélt síðan opinn fyrirlestur á vegum LHÍ á föstudag í Öskju það var gaman að hlýða á hann og voru þarna komnir miklir meistarar eins og Einar Hlér, Guðbrandur Kaupmaður, AFO og Bjarni og síðan ég Heiðar og Gummi ásamt kvenarmi Guðmundar.,
Ég og Eva maría héldum uppá 6 mánuði í bransanum seinna sama kvöld og fórum á veitingahús og í leikhús, mæli með killer joe. Það var mjög gaman. Laugardagurinn var tekinn í æfingar og sund, og Nes lauginn að gera góða hluti. KR leikurinn var hræðilegur því að ég var gerður að einhvejrum hálfgerðum dyraverði og KR tapaði. Ég Bjöggi og Heiðar héldum síðan álverskosninga partý og drukkum og fögnuðum þegar úrslitin voru ljós. Það var síðan erfitt að vakna daginn eftir en ég skellti mér síðan í fermingu í keflavík og kalla ég það afrek. Ég Eva og Heiðar fórum síðan á The Sceince of sleep eftir Michel Gondry sem að var loka myndinn á frönskukvikmyndahátíðinni og var hún góð en mjög súr, sem að er gott. Heiðar sagði eftir myndina að svona væri eflaust að vera inní hausnum á mappa? gæti verið. Í gær vann síðan KR snæfell og fórum ég TKA og Sinni P alla leið á hólminn og var það vel þess virði end agóður leikur. Framundan er www.aldrei.is ef að allt fer eins og planað er. S'iðan þarf að læra fræðin einvherstaðar á milli. En þangað til er það chill og leti. svona aðeins að starta páskafríinu.

5 comments:

Anonymous said...

Held nú að Atli Guðbrands eigi nú ekki eftir að dýfa tánni í vatn eftir þetta videoshow sem að ég sýndi honum um daginn. Spurning um að taka repeat á þetta í næstu lestörn og gulltryggja það.

oskararnorsson said...

Hvernig var a Isafirdi?

Anonymous said...

Já hvernig var á Ísafirði Hjalli? Á ekkert að segja frá og sýna myndir af Heisa Ká "frjálsum" í náttúrunni ;)

Anonymous said...

eg krefst þess að sja Heisa "frjálsann"!!

Skallinn

oskararnorsson said...

Ja, annars er spurning hvort ad Grandpa fari ad droppa einhverjum komentum...