Saturday, September 22, 2007

Ég er hérna eiginlega bara til þess að hætta ekki að gera þetta.
Ég er búinn að vera veikur og liggja fyrir og safna ég nú kröftum eftir kröftuga lyfjameðferð. Ég hyggst rísa upp ferskari en aldrei fyrr eins og góður maður sagði. Ég fékk einvherja lúmska lungnabólgu sem uppgvötaðist vegna þess að móðir mín hefur sambönd í heilbrigðisgeiranum og hún veit hvað mér er fyrir bestu. Eitthvað sem að er oft erfitt að vita sjálfur.

5 ár að verða búin. 5 ár af Lyfjafræði. Bara formsatriði að klára þetta eins og Einar Bollason hefði einhvern tíma sagt, senda mig í bað því að ég er búinn.
Nei reyndar langt frá því, sjálft lokaverkefnið eftir og allskyns dót. En þetta kemur....

Lífið í Kópavogi er gott. Einhver velmegunar og framkvæmda blær yfir öllu líka heima hjá mér. En ég og Eva María verðum bráðum íbúar í velheppnaðasta rými per square að ég leyfi mér að segja allavega í Kópavogi og eflaust víðar.
Var að horfa á bókaþáttinn hans Egils Helgasonar, mér finnst hann fínn en samt finnst mér Egill eitthvað svo hallærislegur og fáránleg týpa, með þetta útlit og alla sínar stellingar og pósur. Ótrúlegt hvað einum manni getur fundist annar maður hallærislegur án þess að vísindin geti með nokkrum hætti útskýrt það. Það er varla genetískt? Eða ætti ég að senda Kára Stefáns hráku í pósti og svo fengi ég til baka upplýsingar um hvers konar gerðir af fólki ég ætti að forðast vegna þess að það gæti mjög líklega farið í taugarnar á mér, alveg af ástæðulausu.

Nýi Jens Lekman diskurinn er ótrúlega góður og dramatískur og hentar þeim vel sem að vilja eiga dramatískan laugardag.
www.albumbase.com search for jesn lekman, kaupa bara diskinn seinna þegar hann kemur
fá hann lánaðann í millitíðinni.

4 comments:

Anonymous said...

Ástin mín ég er svo ánægð að þessi lungnabólga sé farin.Þú ert búinn að standa þig vel í þessum veikindum. Að hanga inni í 10 daga og ekkert geta gert er afrek ;-)

Unknown said...

Ágæti Hjalti,

Það gleður mig að lungnabólgan skuli vera farinn.

Ég skrifa hér til að tilkynna þér að ég hef tekið ákvörðun um að kaupa ekki körfubolta creditkortið sem þú varst svo indæll að bjóða mér um daginn. Ástæðan er sú að ég hef því miður ekki vanið mig á að sækja körfuboltaleiki og sé ekki fram á að það breytist í náinni framtíð.

Engu að síður stefni ég á að kíkja á einn til tvo leiki í vetur þó það sé nú ekki nema til að styðja við bakið á Skallanum sem maður hefur heyrt að sé að gera frábæra hluti hér heima. Ef Skallinn skorar svipaða flautukörfu aftur þá er kortið selt.

Vonandi sé ég þig fljótlega þ.a. við getum rætt þetta nánar.

Kær kveðja í Kópavoginn,
Þinn Hrafn Harðarson

oskararnorsson said...

Haha.
Fyndið hvernig fáfarnar og illa uppfærðar bloggsíður verða oft endurnýttar sem vettvangar fyrir umræður um heilsufar og heilsu. Merkilegt. Til hamingju með þessa umræðu sem hér hefur skapast Hjalti.

Anonymous said...

Hey óskar arnórsson, you should really try the self-massage therapy I was telling you about a year ago:

http://www.pedagonet.com/other/Shiatsu%20self-massage.htm

It changed my life.