Tuesday, September 26, 2006
Halló!
Ég hef ákveðið að halda áfram bloggfærslum, þrátt fyrir að vera ekki lengur staddur á erlendri grundu. Er ástæðan að mestu leyti sú að enn eru nokkrir af vinum mínum búsettir erlendis og getur maður oft verið latur við að senda tölvupósta. Þá er fínt að þeir geti kíkt á þessa síðu ef þeir hafi áhuga á kíkja á hvaða sýru ég er að sjóða. Nú svo eru aðrir sem ekki eru búsettir erlendis sem gætu alveg eins verið það, því að ég hitti það fólk alltof sjaldan. Þá er þetta vettvangur meinlausra kommenta sem þýða í raun og veru, I still lovu you baby. Ekki satt. Hér mun ég afhjúpa nekt mína í orði.Ef svo má komast að orði. En aðalástæðan er kanski sú að þetta bloggdæmi er nú líka svona ágætis hugarhreinsun, einhver tiltekt á vangaveltum, skoðunum og daglegu amstri. En ég verð að segja að ég var líka svo heillaður af endurkomu Hrafns Harðarsonar í bloggleikinn að ég varð innspíraður. Þakka Hrafni fyrir það. Kanski var það líka bara óbærilegt að sjá nafnið sitt og hlekk detta út af Kommóðunni hans Óskars og er þetta mögulega Ógnarvald kommóðunnar að verki. 'Eg gæti líka hafa verið hræddur um að detta útaf fleiri hlekkjum, tildæmis Skallanum sem ég gíska á að fari að vakna undan dvala hvað og hverju. Hver sú sem ástæðan er þá er ég mættur aftur. Ekki í Kaupmannahöfn. Ekki í Laugarnesi. Ekki vestur í bæ. Ekki á Bergstaðarstræti. Heldur í skuggahlíðinni 101 við hliðina á Fáfnismönnum og ógæfufólki, við hlið samstúdenta og Góðærismanna. Gaman.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mjooog skuggaleg mynd hja ther, Hjalti
Post a Comment