Monday, November 06, 2006




Góðan daginn, yndislega fólk.
Undan grámyglu helgarinnar, óveðri, ritgerðarsmíðum, öltrektarþambi(samt edrú) skrifa ég ykkur. Verkefni vetrarins í skólanum næstum að baki og próftörnin framundan. Ég að fara að undirbúa möppur og gera allt klárt. Þeir sem vilja eintka af ritgerðinni sem ég skilaði í morgun og er 18 síður og ber titilinn "Breath actuated nasal delivery systems" geta sent mér línu á HI meilið hjaltik@hi.is. En Vala ef þú lest þetta ég er með mynd af þér og erlend og ef þér er sama þá birta ég hana bar hér, ég fin ekki meilið sem þú sendir mér.

En nú er ég að fara bráðum´til New York með AFO og bið ég þig lesandi góður um að gefa mér allavega svona eitt gott tipps um eitthvað sniðugt sem ég ætti að tjekka á í Ne York jafnvel þótt þú hafir bara heyrt um það. Komment away! Ég set með myndir hérna af mér í skólanum mínum. Það er svo gaman. Að sína myndir af sjálfum sér.

14 comments:

Grétar said...

Farðu í Magnolia Bakery og keyptu cup-cakes. Biddu um Baker Dozen.
Annars er best að tékka á þessu myndabndi til að vita hvað maður á að gera í NY:

http://www.nbc.com/Video/videos/snl_1432_narnia.shtml

Anonymous said...

djöfull grunaði mann alltaf að þú værir að smakka á þessum lyfjakokteilum sjálfur...
Bó Hall

Anonymous said...

ég þakka ráðið, göngumeistari Grétar og Björgvin stundum held ég að þú þekkir mig of vel:)

Grétar said...

ég veit nú ekkert af hverju að ég er kallaður göngugarpur og göngumeistari á þessi síðu. Ekki það að mér sé neitt illa við það. Mjög jákvætt eitthvað.

Anonymous said...

Nú er ég hlessa, veit göngumeistarinn ekki af hverju eða að hverju hann gengur.. jú grétar minn..... egar ég nefni þi ggöngugarp er það vegna trúargöngunnar sem þú gengur og sagðir mér eitt sinn frá og hef ég ekki gleymt því. Sú ganga er löng og ströng eins og amrgir þekkja og þykir mér þú ganga hana hreystilega. Þetta á einmitt að vera jákvætt viðurnefni, hér á minni síðu er lítið um neikvæða hluti. Sérstaklega tengda vinum mínum. Njóttu dagsins í dag.

Grétar said...

hehe. Þetta var fyndið. Ég hélt frekar að þú héldir að ég hefði verið í kárahnjúkagöngunni góðu með óskari og heiðari. Þetta er gott. Lífið er ganga. Labbitúr.

Valgerður B. said...

Takk fyrir myndina Hjalti. Leyfði mér að birta hana líka á minni síðu, gat þó auðvitað höfundar! Ég er jafn ánægð með myndina og ég er á myndinni.

Anonymous said...

gaman að fá ykkur svona í röð hingað í komment dálkin, voruði saman að skoða blogg, það er alltaf voðalega huggulegt. Já gaman af þessu öllu saman. minnsta málið.

Linda said...

HÆ Panic Penó!

Ég er stundum í svona slopp þegar ég kenni náttúrufræði...en hva er ekki komin neitt plan fyrir NY. Þið verðið að henda í skipulagsplan annars fer allt í klúður;) Endar örugglega þannig að þú ferð ekkert heldur tek ég þitt pláss haha djók!

oskararnorsson said...

Aetlar einhver ad utskyra fyrir mer thessar celeb myndir sem ad skjota upp kollinum a thessari sidu, og eru allar af godum vinum minum skaelbrosandi vid hlidina a Skandinaviskum tonlistarmonnum? Heldud thid parti og utbjuggud svona face-cutout daemi einsog madur ser i Tivoli og svoleidis, heldud sidan eitt alls herjar photoshoot?
Og vodalega er eitthvad casual ad skjota bara inn svona myndum, einni af morgun, her er ein mynd af Volu og Erlendi Oje, og her er mynd af Hjalta ad fiflast i Apotekaraslopp.

skallinn said...

never get high on your own supply....þetta attu að vita peno

Anonymous said...

Kann illa við að þú kennir mig við fíflagang kæri bróðir Óskar, mér finnst þetta fínar myndir og þær eru ekki photoshoppaðar, langaði bara að sína ykkur vinum mínum brot úr mínum daglegu verkum. Helgi þetta er rétt hjá þér, ég heimta niðurstöður.

oskararnorsson said...

Það er einhvern veginn einsog þú breytir um karakter á internetinu, Hjalti... Verður einhvern veginn svo viðkvæmur.

oskararnorsson said...

Til hammó með ammó, Tommó