Wednesday, March 28, 2007

Almenn uppsveifla í hressleika þessa dagana. Menn á götum úti fagna heilsast og blessa veðurblíðuna. Handan við hornið bíður sumarið með tilheyrandi ævintýrum. Vorbörnin dafna og gamlir vinir snúa aftur heim. Páskaeggja tíminn genginn í garð og fermingar á hverju strái. Prófin á næsta leyti. Körfubolti er aldrei meira spennandi en núna bæði í útlöndum og hér heima, góðir vinir í kröppum dansi á ítalíu og í sviss, nú síðan eru það Óskar and his Knicks. Við erum síðan að fara í útskriftarferð í maí til Köben, Bangkok og Bali. Í sumar vonandi fæ ég aðstoðarlyfjafræðingsréttindi og fer að kvitta á lyfseðlana. Hressleikinn er rífandi dúndrandi þessa dagana. Good times....... Good times.

Saturday, March 10, 2007

Andri og Linda eignuðust stúlkubarn 6.mars síðastliðin, Heisi ká, mappi og Guðfaðirin kíktu á nýustu fjölskylduna.
































Já ekki í hverri viku sem að vinir manns eignast börn eða að maður taki að sér að verða Guðfaðir.

Tuesday, March 06, 2007

Mánudagsslím og slen
Vorið lét sjá sig í dag og ég og Heiðar héldum áfram "the week of well being" og byrjuðum daginn á sundi. Gamla fólkið í lauginni var í vatnsleikfimi við gettóblaster sem staðsettur var við sundlaugarbakkan og spilaði ljúfa tóna. Við fórum í alla potta og gufu og enduðum í legupottinum í sólbaði. Mikilvægt að byrja dagana vel þessa dagana en mikið af verkefnum hvíla á manni. Skólinn er lúmskur og ég réði mig af einhverjum ástæðum í vinnu tivsvar í viku. En ég kvarta ekki. Mér leiðist ekki á meðan. Ég byrjaði annars velmegunarvikuna í gær á sundi, síðan súpu á asíu,þvínæst körfu í háskólaræktinni og rakst á búggan sem er víst kominn með sixpack, síðan kláruðum ég Atli og Anna í skólanum 30 síðna plat lokaverkefni í skólanum, svo um kvöldið spilaði ég með bumbunni í hörkuleik gegn gömlum köllum í góðuformi í HK. Við unnum þrátt fyrir ströggl. Byrjunarliðið var Ég, Böddi, Gummi Magg( sem sást ekki á vellinum svo mikill slimjimm er hann orðinn), Atli E og Officer Hightower. Þessi mánudagur var alveg það sem þurfti til að losna við mánudagsslenið og slímið eftir erfiða en skemmtielga helgi og árshátíðarglens og glans. stemmning.

Monday, March 05, 2007

Saturday, March 03, 2007



Ég fór í leikhúsið í gær með Helgu systir að sjá Leg eftir hann þaarna Hugleik. Ég skemti mér vel og hló að mörgu af þessu og mikið var mjög frumlegt, en sumt voða mikið áramótaskaup svona ádeila á hina íslensku þjóð og vonda siði hennar. En allavega mæli alveg með að fólk skelli sér. Alltaf gaman in "the theater". Ég hitti síðan mikið af fólki þarna og marga úr Lyfjafræðinni en Druggarar eru með árshátíð í dag og er ég á leið í gufu með dregnjum af 4.ári hvað og hverju. Smá höfuðverkur erftir næturbrölt í gær. Mappalaís bauð götumönnum og fleirum í heimsókn til systur sinnar íbúð. Mér var samt sagt að við hefðum misst af lögfræðinemunum sigga loco og búggalitla. Ég kíkti fyrst á kaffi kúltúra með Helgu eftir leikhúsið og heyrði sögur af magasliti og allskyns fæðingar og leg tengdum hlutum. Húff eins dásamlegur hlutur og fæðings nýs einstaklings í þennan heim er þá er ég feginn að þurfa ekki að ganga í gegnum þessa hluti tengda fæðingum. Man ennþá eftir þegar Hákon líffræði kennari í MS lét okkur horfa á fæðingu og við allir strákarnir búnir að sjá allar hryllingsmyndir sem til eru eða álíka, allavega töldum okkur voða spaða þegar hann varaði okkur við að þetta gæti verið erfitt að horfa á. Sá sem endist legnst af myndbandinu horfði í 7 sekúndur. En talandi um fæðingar er Linda Heiðars gangandi sprengja þessa dagana og er ég í viðbragðstöðu í að bruna uppá spítala með vindla og blóm. Sé AFO alveg fyrir mér með einn feitan kúbverskan úta á gangi á spítalanum hlæjandi fagnandi og kanski í símanum.
Árshátíðin verður vonandi einhver stemmari. Vantar samt Evu Maríu sem að er úti í london akkúrat núna. En Hannes vinur minn í lyfjafræðinni sem að er líka að fara út að hitta Evu Maríu og fleiri stelpur úr lyfjafræðinni, hann fer út í nótt og ætlar samt að fara á árshátíðina, hann sagði mér bara að taka visakortið með á árshátíðina og svo myndi ég bara enda útí london. Það yrði nú stemmari en þokkalega þynnka örugglega. myndin sem fylgir var tekin og sýnir mig og árna Þorgrím í ástralíu í gala dinner en ég man ekki hvaða fólk þetta er þarna með nema að gaurinn þarna kallaði mig monster allan tíman.