Saturday, March 03, 2007



Ég fór í leikhúsið í gær með Helgu systir að sjá Leg eftir hann þaarna Hugleik. Ég skemti mér vel og hló að mörgu af þessu og mikið var mjög frumlegt, en sumt voða mikið áramótaskaup svona ádeila á hina íslensku þjóð og vonda siði hennar. En allavega mæli alveg með að fólk skelli sér. Alltaf gaman in "the theater". Ég hitti síðan mikið af fólki þarna og marga úr Lyfjafræðinni en Druggarar eru með árshátíð í dag og er ég á leið í gufu með dregnjum af 4.ári hvað og hverju. Smá höfuðverkur erftir næturbrölt í gær. Mappalaís bauð götumönnum og fleirum í heimsókn til systur sinnar íbúð. Mér var samt sagt að við hefðum misst af lögfræðinemunum sigga loco og búggalitla. Ég kíkti fyrst á kaffi kúltúra með Helgu eftir leikhúsið og heyrði sögur af magasliti og allskyns fæðingar og leg tengdum hlutum. Húff eins dásamlegur hlutur og fæðings nýs einstaklings í þennan heim er þá er ég feginn að þurfa ekki að ganga í gegnum þessa hluti tengda fæðingum. Man ennþá eftir þegar Hákon líffræði kennari í MS lét okkur horfa á fæðingu og við allir strákarnir búnir að sjá allar hryllingsmyndir sem til eru eða álíka, allavega töldum okkur voða spaða þegar hann varaði okkur við að þetta gæti verið erfitt að horfa á. Sá sem endist legnst af myndbandinu horfði í 7 sekúndur. En talandi um fæðingar er Linda Heiðars gangandi sprengja þessa dagana og er ég í viðbragðstöðu í að bruna uppá spítala með vindla og blóm. Sé AFO alveg fyrir mér með einn feitan kúbverskan úta á gangi á spítalanum hlæjandi fagnandi og kanski í símanum.
Árshátíðin verður vonandi einhver stemmari. Vantar samt Evu Maríu sem að er úti í london akkúrat núna. En Hannes vinur minn í lyfjafræðinni sem að er líka að fara út að hitta Evu Maríu og fleiri stelpur úr lyfjafræðinni, hann fer út í nótt og ætlar samt að fara á árshátíðina, hann sagði mér bara að taka visakortið með á árshátíðina og svo myndi ég bara enda útí london. Það yrði nú stemmari en þokkalega þynnka örugglega. myndin sem fylgir var tekin og sýnir mig og árna Þorgrím í ástralíu í gala dinner en ég man ekki hvaða fólk þetta er þarna með nema að gaurinn þarna kallaði mig monster allan tíman.

1 comment:

Anonymous said...

Væri nú óvænt ánægja að sjá allt í einu Hjallann minn á Oxford St. ! En ég held við verðum að láta okkur nægja að slappa af saman á Balí í tvær heilar vikur... Get hreinlega ekki beðið!!

Mjög gaman hér í central London, fórum á Wicked í dag og sáum ekta söngleikja sýningu með flottustu, búningum, tækjum og tólum!