Tuesday, March 06, 2007

Mánudagsslím og slen
Vorið lét sjá sig í dag og ég og Heiðar héldum áfram "the week of well being" og byrjuðum daginn á sundi. Gamla fólkið í lauginni var í vatnsleikfimi við gettóblaster sem staðsettur var við sundlaugarbakkan og spilaði ljúfa tóna. Við fórum í alla potta og gufu og enduðum í legupottinum í sólbaði. Mikilvægt að byrja dagana vel þessa dagana en mikið af verkefnum hvíla á manni. Skólinn er lúmskur og ég réði mig af einhverjum ástæðum í vinnu tivsvar í viku. En ég kvarta ekki. Mér leiðist ekki á meðan. Ég byrjaði annars velmegunarvikuna í gær á sundi, síðan súpu á asíu,þvínæst körfu í háskólaræktinni og rakst á búggan sem er víst kominn með sixpack, síðan kláruðum ég Atli og Anna í skólanum 30 síðna plat lokaverkefni í skólanum, svo um kvöldið spilaði ég með bumbunni í hörkuleik gegn gömlum köllum í góðuformi í HK. Við unnum þrátt fyrir ströggl. Byrjunarliðið var Ég, Böddi, Gummi Magg( sem sást ekki á vellinum svo mikill slimjimm er hann orðinn), Atli E og Officer Hightower. Þessi mánudagur var alveg það sem þurfti til að losna við mánudagsslenið og slímið eftir erfiða en skemmtielga helgi og árshátíðarglens og glans. stemmning.

No comments: