Wednesday, October 11, 2006

Ég var með fyrirlestur í morgun. Ég skilaði ritgerð með. Inni á kaffistofu setti ég ritgerðina ofan í poll af vatni við vaskinn. Ég veit ekki afhverju? Ég gleymdi að setja síman minn á hljóðleysi, á meðan fyrirlestrinum stóð hringdi Tómas Karl, ég hefði átt að svara. Borðaði áðan í Norræna húsinu, súpa með Andra og Heiðari. Eða Andri og Heiðar með súpu. Haustið er komið og ég fauk hálfa leiðina í heim í gegnum miðbæin. Októberfest tjaldið er komið upp og kominn er fiðringur í þyrsta einstaklinga. Ég hef glatað minni miklu þýsku kunnáttu, enda ekkert gaman að vera góður í þýsku það þykir bara fyndið. Fólki finnst fátt fyndnara en þýska og þjóðverjar. Þetta októberfest er líka bara algjört grín, menn með gervi skegg og svona. Mappinn sagði nú að maður ætti ekki að búast við alvöru öli, eða weisbeer, þetta væri einfalt reikningsdæmi. Það bara borgaði sig ekki að redda því, við myndum drekka hvaða bjór sem er. Ég vona að það verði hægt að fá weisbeer og bratwurst ekki af því að mér finnst það fyndið , heldur vegna þess að það er bara ansi gott svona einstaka sinnum. Hér fyrir utan Lindargötuna er sífellt barið og borað í bergið, en það er verið að undirbúareisingu háhýsa, sem er í fínu lagi. Þetta eru bara svo mikil læti. Núna var ég að gnaga inn áðan og mætti Garðprófastinum, sem er frekar feitlaginn maður sem býr við hliðina á Heiðari. Hann sér um að halda byggingunni snyrtilegri og passa uppá að allt sé með felldu. Hann borgar sennilegast minni leigu í staðin. Hann var nú eitthvað ósaáttur við mig og fór að tala um Keilurnar og rusaltunnuna sem stóð fyrir utan hurðina mína um daginn. Heiðar hafði stillt þeim þar upp í einhvejru glensi. Mér fannst það alveg fyndið en Prófastnum ekki. æEg sagðist nú ekkert geta gert í því ef að menn vildu staðsetja Keilur og ruslatunnur fyrir utan hjá mér. Þá fór hann að spyrjast um hver þetta gæti verið. Ég sagðist gruna hann sjálfan. Fyndist hann líklegur, sennilega nýr á höfuðborgarsvæðinu feitlaginn með 1944 rétti og vildi kynast nýju fólki. Ég sagði samt að ég fyrirgæfi honum. Hann hristi hausinn og labbaði í burtu. ´Það er ekkert grín að vera prófastur.

7 comments:

Grétar said...

endilega hringið í mig næst þegar þið ætlið að fika. 664-6610

Anonymous said...

Thad verdur bodid uppa weissbeer i sviss....eina leidin, eina leidin

Linda said...

Hæ...við vorum með svo mikla afganga í kvöld, vorum að spá hvort þú og Heisi Ká. vilduð fá!

Anonymous said...

Er það satt að Andri Fannar sé að verða pabbi?

oskararnorsson said...

In der wohnung darf mand neunzig minuten musik machen.

Linda said...

Já það er víst rétt en foreldrar hennar Svövu yngstu systur hennar Lindu eru líka að verða afi og amma!

Anonymous said...

bíddu nú við Penóinn orðin einhverskonar barnaland.is umræðuvefur, fyrirspurnir frá heimsborgaranum og eðalsmanninum Magnúsi Birni um fjöilskuldulíf Kambódíu hjúanna. Það er gaman af þessu. Nú síðan sé ég að glansmennið og gikkurinn Skari rapp-ari er að rifja upp gamla tíma, spurning hvort að þú hittir Tómas Karl sem staddur er víst í stóra eplinu eða eins og sagt var á októberfest í gær, Die grose Apfel. gaman að þessu.