Sunday, October 15, 2006

Oh þú ert svo þögull Hjalti....

Sunnudagur, sund og kaffi.
Vestubæjarlaug, bókhlaða og lestur. Hinn akademíski sunnudagur er góður sunnudagur. Að vísu engir timburmenn í dag eins og oft á akademískum sunnudögum. Það var eflaust mikið um timburmenn eftir októberfestið á föstudag, en þar var ansi fjölmennt og fjörugt. Fyrir utan samnemendur mína úr lyfjafræðideild þá voru þarna mættir ýmsir góðkunningjar. Heisi Kááá, Maggi L, Sinni P, Mappinn, Logo Ono, Hrafn Harðarsson,Gummi gú og fleiri. Athygli vakti að Björgvin´" BóHall" Björnsson var ekki mættur. En nú er sunnudagur og tími til að vinda úr sér fyrir komandi viku. Taka þarf til hendinni ef maður á að geta tekið sér frí fyrir Airwaves. En Lindargötumenn íhuga prefest annaðhvort á laugardag eða föstudag. Erfitt yrði samt að toppa innflutningsfestið. Gaman yrði að hafa þetta aðeins fágaðra og fámennara. En þá er nú kanski ekki sniðugt að skrifa um það á bloggi? Úlfaskrúðgangan er mikið blöstuð þessa dagana nú og sænska póstpaunkpoppið Love is all er það sem hvað mest verður gaman að sjá. En síðan kom riddarinn Jens Lekman samlöndu sinni Jenny Wilson til bjargar. Svíar eiga að mínu mati mestar líkur á því að vinna Airwaves í ár. En norðurlanda þjóð hefur ekki unnið airwaves í 3 ár í röð. Jens Lekman er ekkert smá góður og hefur held ég ekki verið að spila neinstaðar, var meira að segja hættur í tónlist í smá tíma bara að vinna í USA. Ég verð að sjá hann. Veit að Óskar væri spenntur fyrir Jensi. En ég er ekkert þunnur í þynkuni og því ekkert kreativítet. Úti er súld og einvherstaðar í Laugarnesinu liggur Andri Fannar uppi í rúmi og heldur að ég sé að sjilla með lakkrísreimar og nýjustu tímaritin, en kæri andri svo gott er það ekki. Ekki í dag að minnsta ksoti. Við AFO erum með hugan við Nýju Jórvík, en andri hefur bókað flug, ég verð að sjá hvernig þetta spilast. Haust í nýju jórvík. Hljómar vel.

2 comments:

oskararnorsson said...

Va- Sviarnir sterkir i ar...

Andri ef thu lest thetta, spurning um ad droppa thessum fyrirlestrum og fara bara a Knicksleik i stadinn.

Anonymous said...

How are the Knicks this year?