Thursday, October 05, 2006

AFO fer mikinn þessa dagana og las hann fyrir mig tvær blaðsíður úr bók sem fjallar um kenningar franska sálgreinirsins Lacan. hér er smá þýðing á þeim.

Það virðist sem svo að við gerum eitthvað sem dýr gætu aldrei gert: Við miðum okkar ánægju, gleði við staðal sem við teljum að hún ætti að vera. Miðum okkar líðan og gleði við endanlegan staðal, það sem við teljum eðlilegt, æskilegt mark. Staðlar og mörk fyrirfinnast ekki í dýraríkinu, þ.e.a.s. hjá þeim sjálfum að minnsta kosti; aðeins eru staðlar og mörk möguleg með tilkomu tungumáls. Með öðrum orðum tungumálið er það sem fær okkur til að halda að okkar gleðistig, ángæja sé ekki það sem hún ætti að vera. Tungumálið er það sem gerir okkur kleyft að segja að það séu þessar litlu fullnægingar í hversdaglegu lífi á mismunandi háttum, góður matur, vellíðan í vinnu, fjárhagur, staða í samfélaginu, samband við maka o.sv.frv. og síðan séu til þessar aðrar fullnægingar með stórum F-um. Nægjur sem að aldrei myndu bregðast okkur, aldrei láta okkur líða skort eða bregðast okkur á einhvern hátt. Höfum við upplifað slíka fullkomna nægju? Fyrir flest okkar sennilegast nei. En það fær okku ekki til þess að hætta að trúa því að slík nægja hljóti að vera til. Það hlýtur að vera eitthvað betra í boði? Kanski sjáum tákn um þetta í einhverjum öðrum hópi fólks og við öfundum það og jafnvel hötum það fyrir það. Kanski vörpum við þessari fullkomnu nægju upp á annað fólk til þess að sannfæra okkur sjálf um að þetta sé til. Engu að síður, höldum við að eitthvað betra bjóðist, við segjum að eitthvað betra bjóðist; við trúum því að eitthvað betra bjóðist. Með því að segja þetta aftur og aftur, hvort sem það er við okkur sjálf eða, við vini okkar,ættingja, sálfræðinga eða sálgreina. VIð sýnum ákveðna staðfestu við það að vera meðvituð um "eitthvað annað", þessi önnur gleði, önnur ánægja. Við endum með því að þessi staðfesta okkar og trú veldur því að sú gleði og ánægja sem við í raun og veru upplifum í okkar daglega lífi fellur algjörlega í skuggan á "einhverju" öðru. Einhverju sem myndi aldrei bregðast okkur, einhverju sem við gætum treyst á.

No comments: