Tuesday, October 03, 2006


Once you step out they pull ypu right back in.... sagði Scarface, Corleone, mappinn og gott ef ekki Jay-Z líka. Þetta er algjör sannleikur. Það er eins og verið sé að spila með þig. Nú fyrir einni helgi síðan tók ég svokallaða Kröftuga Lærdóms og vinnuhelgi. Ekkert var farið að skoða skemmtanalífið og bakkus synti ekki í æðum mínum. Ætlaði svo að gera þetta aftur núna, er skráður að vinna og svoleiðis og þarf að klára tvær ritgerðir. En þá hrúgast inn freystingarnar og í þetta skipti á tölvutækuformi. Linda Hreiðars var búin að bjóða mér í afmælisveislu á föstudaginn sem ég ætla að sjálfsögðu að mæta í, en kanski ekkert taka full metal jacket style á þetta, meira bara svona Woody Allen mingla drekka rauðvín. Nú en síðan fæ ég tölvupósta í morgun um að þáð sé vísindaferð í Landsbankan þetta sama kvöld, ég verð nú að skippa því. Gæti kíkt í hálftíma? og síðan er Innflutningsparty hjá Haffa Tull á laugardagskvöldið, (ef þú fékkst ekki póst þá er þér ekki boðið) þar verður maður að láta sjá sig og kíkja á allt "Neu Raveið" og listfuglana. Nú síðan væri nú kanski hægt að taka rólega helgi helgina eftir og reyna að fá frí í vinnunni og læra bara. En þá er nú allt í einu októberfest og varla hægt að sleppa því eða hvað? Nú kanski helgina eftir það...? nei þá er Airwaves ekki hægt að fara alveg á mis við það. Spurning um að velja og hafna, en hvernig sem á þetta er litið þá er dagskráin þétt í október og síðan er nú kvikmyndahátíð í gangi og svona. Svo byrjar bara próflestur í nóv og hugsanlega ferð til Svissskallans.

No comments: