Thursday, October 19, 2006

Loftbylgjurnar komnar á fullt.
Í gær, algjört Rugl á Gauknum hleypt inn í þúsunda vís. Maður kominn inn og samt stóð maður í röð í andyrinu, fórum upp og vorum þar, alltof margir. En það var reyndar fátt annað í gangi þetta kvöld. Sá ekki We are the Sceintists en sá DIkta sem voru fínir, síðan voru það Forgotten Lores sem enduðu kvöldið. SOundið ekki í nógu góðu formi en drengirnir sem dýrka þjóðs0gur voru samt hressir. Í kvöld LOVE IS ALL... http://www.youtube.com/watch?v=QQfQBZDNJJk Einnig í kvöld Guðmundur Bjarki 24 ára. Vei Vei. Erfitt val í kvöld klukkan 20 eru Egill Sæbjörnsson, Mates of state, og lay low öll á sama tíma. En flestir fjölmiðlar vilja meina að Steve Sampling hafi stolið senunni í gær. En það er Messías MC orðinn teknóhrútur, og byrjaður að sampla. MJög fyndið allt. Menn geta verið klikkaðir. Eru og verða klikkaðir.
En ég er búinn að ákveða að sjá, Love Is ALL, Wolfparade http://www.youtube.com/watch?v=nD7uScM2C2s og LEkman þá er ég sáttur, allt annað verður valið eftir stemmningu. Mér er farið að líða eins og Dr.Gunna eða Atla Bollasyni, þeir eru miklir netmúsík spekúlantar og nördar í þeim málum. það er allt í lagi. jæja mappinn er víst við grillið á óðinsgötunni í mínus fimm gráðum, best að kíkja á hann.

No comments: