Sunday, January 28, 2007

öhömm.. afsakið. Það er sunnudagur og það rignir úti, helgin liðin. allt svo alvöruþrungið svona á sunnudögum, allir sitja við gluggan þunnir og stara út og velta fyrir sér leyndarmálum og ráðgátum heimsins. Ég er með það sem klínískir ráðgfjafar mínir hafa sagt mér að sé vottur af þynnku, en fyrir utan það er ég hress og heilbrigður að minni bestu vitund. Ég velti fyrir mér hvort að nú ætti ég kanski að láta af því að prófa að gerast grænmetisæta svona í einaviku upp á flippið. 'oþolandi hvað maður hefur lítinn viljastyrk ef að ekkert er í húfi, ekkert liggur undir. Ég mundi varla endast einn dag sem grænmetisæta eða mar veit ekki. Ég tók nú einu sinni uppá því meðan ég bjó í Kaupmannhöfn og keyrði út pezzur og eyddi miklum tíma með Mustafa Ajan Dansk-Maróskum yfirmani mínum, að hætta að borða svínakjöt og gerði það ekki í langan tíma, fékk bara klíju ef ég sá skinku. talandi um skinku þá var það einu sinni fyndið þegar við strákarnir í Haga elduðum partyskinku sem að er svona einhverskonar bayonskinka og er ódýr og fæst í bónus, og borðuðum með kartöflusalati og rauðkáli, eð stelpa úr skólanum misheyrði áform okkar um þessa eldamennsku á þann hátt að hún hélt að við værum að tala um ákveðna stelpu og við værum að kalla hana partyskinku og að skinka væri þá það sem að við kölluðum stelpur og að þessi umrædda stelpa/skinka væri algjör partyskinka. Við værum nú ekki þessir ungu þokkafullu fagmenn og sjentilmenni sem við erum ef við kölluðum stelpur skinkur en engu að síður fannst mér þetta mjög fyndið.
Í öðrum fréttum er ég að reyna að fara til sviss um páskana að hitta Helga Má en Helgi er eins og flestir vita mikill snillingur og hrókur allsfagnaðar sem að ætíð er gaman að sækja heim. En spurning hvort að boðið verði uppá cornflakes með nesquick þarna í sviss, ég meina hvað ætti Helgi annars að borða?
Björgvin "Bo Hall" Björnsson væri veimiltítu stimpil vikunnar fyrir að blása í djammlúðurinn alla vikuna og leggjast síðan undir sæng á laugadagskveldi fyrir 10 með væl. Greinilegt að það er farið að sjást vel á búgganum að hann veðrur bráðlega kvartaldar gamall. En þetta veðrur tekið fyrir á næsta fundi hins akademíska arms LA. Annars er maður bara á fullu í skólanum og er það svo sem bara fínt þá leiðist mér ekki á meðan. En fyrir utan það þá er ég að hlusta á mússík og drekka te frá Mauritíusi sem að Eva kom með hérna heima hjá okkur á Lindargötunni.
Njótið Dagsins

Tuesday, January 09, 2007


Bumban úr leik. En samt var ansi fjörugt í röstinni í gær á köflum. Höfðum gaman af þessu við KR B leikmenn og sérstaklega eftir að vera yfir eftir 1.leikhluta og þegar minnkað var í 12 stig í 4.leikhluta og búggin var farinn að láta heyra í sér. Úthaldið var aðeins(já kanski aðeins meira en aðeins) að segja til sín og setti það strik í reikninginn. Annars fannst mér bara gaman að komast í alvöru leik og að þvílíkur heiður að spila með þessum legends sem maður var að spila með.´Ég meina Orms, Kaldal, Guss Magg, Baldullah og Einvaldurinn ásamt Bigga Mikk og fleirum. Við tökum þetta á næsta ári. Legendið Atli EInars leyfði mér líka að spila númer 11 þótt að ég sé töluvert yngri. Hér má sjá smá myndbrot úr leiknum http://www.vf.is/veftv/154/default.aspx
Annars er algjört madness í skólanum og ég er að vinna öll kvöld í þessari viku þannig að þreytan er farin að segja til sín og það er rétt svo miðvikudagur. ussss...Maður verður að herða sig.

Sunday, January 07, 2007

Back to school!
Að mæta aftur í skólan eftir frí er alltaf tvíeggjað sverð. Þetta er búið að vera meira en árlegur viðburður í næstum 20 ár. Hvort sem það er á haustin eða um áramót þá er alltaf svona ákveðin stemmning að mæta aftur. Hitta fólkið/krakkana heyra hvað er búið að vera að gerast og svona. Síðan eru flestir líka búnir að hafa það svo náðugt að þeir eru komnir með uppí kok af því og þurfa að fara að gera eitthvað vegna ofskammts af afslappelsi nú eða bara af appelsíni og malti eða öðrum drykkjum. Fínt að mæta og taka gera eitthvað við daginn. Ég man nú hvernig þetta var þegar maður var yngri því að ég er svo gamall í dag(neh 25 is the new 18), nei ég man að á aldrinum 13-18 var þetta alltaf voða sérstakir dagar svona aftur í skólan, sýna sig sjá aðra, allir að mæta í fötunum sem þeir fengu eða fengu ekki í jólagjöf. Síðan kanski hlakkaði mann til eða kveið fyrir ef maður var kanski skotinn í einhverri sætri stelpu og svona. En svo á hinn bóginn alltaf svona smá oh að byrja aftur eftir frí, nenni þessu ekki stemmning. Sérstaklega ef maður fékk alveg nógan skammt af skólanum á fyrri önninni eins og ég til dæmis þarna upp í HAGA húsi Lyfjafræðideildar enda eyddi maður alltof miklum tíma þar. Já það veðrur fínt að mæta á morgun taka í spaðan og byrja ferksur í geðsýkinni og alltaf er það eins að markið er sett hátt og alltaf er hægt að gera betur. Það þýðir nefnilega ekkert annað en að setja skotmarkið á tunglið eða hærra. Mér var bara hugsi til þess hversu lítið hefur breyst, maður er ennþá í skóla, búinn að vera í skóla síðan mar var 6 ára. Alveg sami fílingurinn töluvert erfiðari og stærri bækur að lesa en hitt alveg eins að mestu leyti. Ég hlakka nú bara til að byrja á morgun aftur, spurning hvort e´g mæti í einvhejru nýju sem ég fékk í jólagjöf og segi einvherjar skemmtilegar sögur og taki inn allt slúðrið og fréttirnar. Bölvi síðan álaginu sem er framundan yfir einum kaffibolla og tali um útlönd og kanski ef ég er þreyttur í fyrsta tímanum þá reyni ég að galdra mig til Mauritíusar. Já þetta legst bara vel í mig. Jú og svo á morgun er líka stórleikur í körfuboltanum við KR B menn spilum á móti Grindavík í Grindavík í 8 liða úrslitum Bikarsins. Baldur Ólafs, Óli Orms, Steinar Kaldal, Gummi Magg og Ben Jacobs nýi ameríkaninn verða mættir undir stjórn ING og EInvaldsins. Ég lofa stemmningu hvernig sem fer.
allir að mæta. En nú er málið að drífa sig á sunnudagsbíó það er svo sígilt, getur ekki klikkað.

Wednesday, January 03, 2007


2007
Humm... Allt í einu komið 2007 og allt og jafnframt ekkert að gerast. Mér lýst vel á sjöuna, jafnvel þótt að ég hafi ekki byrjað árið vel. Var frekarþunnur á myndinni köld slóð með Helga, Andra og Lindu, systur Lindu og Rut og Ottó. Wiskýið sem pabbi var að bjóða uppá fór ekki vel í mig. En fall er fararheill og nú er ég sko hress eða svona kanski ekki alveg en allavega ágætur. Var að koma af æfingu með KR B en við erum að fara að spila í 8 liða úrslitum bikarsins í næstu viku. Annars er mappinn og við nokkrir að fara að elda alvöru kebab og ætlum að hittast og marinera kjötið og gera alvöru chillí kvöldið áður. Síðan er Óskar að fara að kveðja eins og skallinn í fyrradag og reynt verður að hafa Skarann með í kebab dæminu. Ég hef engan veginn náð að eiga mína tilli daga í þessu fríi og ekkert náð að lesa en í staðinn stend ég ofan á haug af aurum. En miðað við bókalistan fyrir næstu önn er sá peningur allur að fara í bókarkaup. Skólinn að byrja með hvelli næsta mánudag víst og ég á ða vera að vinna, veit ekki alveg hvernig það fer. Annars er ágæt í apótekinu, flest allir að kaupa hægaðlosandi lyf, án gríns. Jólasteikin er ekki að fara vel í fólk. En 2007 er hafið þótt það fari rólega af stað og´einhversstaðar í fjarska glittir í sólin og í útskriftarferð og svo miklu nær á næsta leiti kemur Eva María aftur frá Mauritius. Já það er "ens helste aktivitet" að hlakka til þessa dagana.