Sunday, January 07, 2007

Back to school!
Að mæta aftur í skólan eftir frí er alltaf tvíeggjað sverð. Þetta er búið að vera meira en árlegur viðburður í næstum 20 ár. Hvort sem það er á haustin eða um áramót þá er alltaf svona ákveðin stemmning að mæta aftur. Hitta fólkið/krakkana heyra hvað er búið að vera að gerast og svona. Síðan eru flestir líka búnir að hafa það svo náðugt að þeir eru komnir með uppí kok af því og þurfa að fara að gera eitthvað vegna ofskammts af afslappelsi nú eða bara af appelsíni og malti eða öðrum drykkjum. Fínt að mæta og taka gera eitthvað við daginn. Ég man nú hvernig þetta var þegar maður var yngri því að ég er svo gamall í dag(neh 25 is the new 18), nei ég man að á aldrinum 13-18 var þetta alltaf voða sérstakir dagar svona aftur í skólan, sýna sig sjá aðra, allir að mæta í fötunum sem þeir fengu eða fengu ekki í jólagjöf. Síðan kanski hlakkaði mann til eða kveið fyrir ef maður var kanski skotinn í einhverri sætri stelpu og svona. En svo á hinn bóginn alltaf svona smá oh að byrja aftur eftir frí, nenni þessu ekki stemmning. Sérstaklega ef maður fékk alveg nógan skammt af skólanum á fyrri önninni eins og ég til dæmis þarna upp í HAGA húsi Lyfjafræðideildar enda eyddi maður alltof miklum tíma þar. Já það veðrur fínt að mæta á morgun taka í spaðan og byrja ferksur í geðsýkinni og alltaf er það eins að markið er sett hátt og alltaf er hægt að gera betur. Það þýðir nefnilega ekkert annað en að setja skotmarkið á tunglið eða hærra. Mér var bara hugsi til þess hversu lítið hefur breyst, maður er ennþá í skóla, búinn að vera í skóla síðan mar var 6 ára. Alveg sami fílingurinn töluvert erfiðari og stærri bækur að lesa en hitt alveg eins að mestu leyti. Ég hlakka nú bara til að byrja á morgun aftur, spurning hvort e´g mæti í einvhejru nýju sem ég fékk í jólagjöf og segi einvherjar skemmtilegar sögur og taki inn allt slúðrið og fréttirnar. Bölvi síðan álaginu sem er framundan yfir einum kaffibolla og tali um útlönd og kanski ef ég er þreyttur í fyrsta tímanum þá reyni ég að galdra mig til Mauritíusar. Já þetta legst bara vel í mig. Jú og svo á morgun er líka stórleikur í körfuboltanum við KR B menn spilum á móti Grindavík í Grindavík í 8 liða úrslitum Bikarsins. Baldur Ólafs, Óli Orms, Steinar Kaldal, Gummi Magg og Ben Jacobs nýi ameríkaninn verða mættir undir stjórn ING og EInvaldsins. Ég lofa stemmningu hvernig sem fer.
allir að mæta. En nú er málið að drífa sig á sunnudagsbíó það er svo sígilt, getur ekki klikkað.

2 comments:

Anonymous said...

Hallo!

Mig langar i sunnudagsbio! Eg var nu reyndar i bioi i gaer...hmmmm... ja, biomynd...

Vid Caroline forum i Port Louis og keyptum okkur mida a nyjustu og heitustu Bollywood myndina sem er i gangi thessa dagana (langmestur meiri hluti Mauritiusarbua eru Indverjar/hinduar)

Thetta var ekkkert nema oskur a milli leikara.. (hmm leikara?????), hopslagsmal, aftur og aftur og annars lagid musikvideo og dansatridi...

Thetta fannst ollum thvilikt fyndid og allur salurinn skellihlo. Vid vorum lika farnar ad hlaeja med held eg bara =D

Eg hafdi gaman af thessari reynslu, vid komumst ad theirri nidurstodu ad Bollywood grinmyndir eru eins og teiknimyndir med alvorufolki.. hahaha!

Sakna thin og hlakka til ad komast i frostid ur 35 stiga dauda!

Anonymous said...

Veit ekki hvort eg væri til i ad treida 35plús fyrir mínus 6. En klakinn er alltaf klakinn..