Wednesday, January 03, 2007


2007
Humm... Allt í einu komið 2007 og allt og jafnframt ekkert að gerast. Mér lýst vel á sjöuna, jafnvel þótt að ég hafi ekki byrjað árið vel. Var frekarþunnur á myndinni köld slóð með Helga, Andra og Lindu, systur Lindu og Rut og Ottó. Wiskýið sem pabbi var að bjóða uppá fór ekki vel í mig. En fall er fararheill og nú er ég sko hress eða svona kanski ekki alveg en allavega ágætur. Var að koma af æfingu með KR B en við erum að fara að spila í 8 liða úrslitum bikarsins í næstu viku. Annars er mappinn og við nokkrir að fara að elda alvöru kebab og ætlum að hittast og marinera kjötið og gera alvöru chillí kvöldið áður. Síðan er Óskar að fara að kveðja eins og skallinn í fyrradag og reynt verður að hafa Skarann með í kebab dæminu. Ég hef engan veginn náð að eiga mína tilli daga í þessu fríi og ekkert náð að lesa en í staðinn stend ég ofan á haug af aurum. En miðað við bókalistan fyrir næstu önn er sá peningur allur að fara í bókarkaup. Skólinn að byrja með hvelli næsta mánudag víst og ég á ða vera að vinna, veit ekki alveg hvernig það fer. Annars er ágæt í apótekinu, flest allir að kaupa hægaðlosandi lyf, án gríns. Jólasteikin er ekki að fara vel í fólk. En 2007 er hafið þótt það fari rólega af stað og´einhversstaðar í fjarska glittir í sólin og í útskriftarferð og svo miklu nær á næsta leiti kemur Eva María aftur frá Mauritius. Já það er "ens helste aktivitet" að hlakka til þessa dagana.

1 comment:

Anonymous said...

ég hlakka svo til