Sunday, January 28, 2007

öhömm.. afsakið. Það er sunnudagur og það rignir úti, helgin liðin. allt svo alvöruþrungið svona á sunnudögum, allir sitja við gluggan þunnir og stara út og velta fyrir sér leyndarmálum og ráðgátum heimsins. Ég er með það sem klínískir ráðgfjafar mínir hafa sagt mér að sé vottur af þynnku, en fyrir utan það er ég hress og heilbrigður að minni bestu vitund. Ég velti fyrir mér hvort að nú ætti ég kanski að láta af því að prófa að gerast grænmetisæta svona í einaviku upp á flippið. 'oþolandi hvað maður hefur lítinn viljastyrk ef að ekkert er í húfi, ekkert liggur undir. Ég mundi varla endast einn dag sem grænmetisæta eða mar veit ekki. Ég tók nú einu sinni uppá því meðan ég bjó í Kaupmannhöfn og keyrði út pezzur og eyddi miklum tíma með Mustafa Ajan Dansk-Maróskum yfirmani mínum, að hætta að borða svínakjöt og gerði það ekki í langan tíma, fékk bara klíju ef ég sá skinku. talandi um skinku þá var það einu sinni fyndið þegar við strákarnir í Haga elduðum partyskinku sem að er svona einhverskonar bayonskinka og er ódýr og fæst í bónus, og borðuðum með kartöflusalati og rauðkáli, eð stelpa úr skólanum misheyrði áform okkar um þessa eldamennsku á þann hátt að hún hélt að við værum að tala um ákveðna stelpu og við værum að kalla hana partyskinku og að skinka væri þá það sem að við kölluðum stelpur og að þessi umrædda stelpa/skinka væri algjör partyskinka. Við værum nú ekki þessir ungu þokkafullu fagmenn og sjentilmenni sem við erum ef við kölluðum stelpur skinkur en engu að síður fannst mér þetta mjög fyndið.
Í öðrum fréttum er ég að reyna að fara til sviss um páskana að hitta Helga Má en Helgi er eins og flestir vita mikill snillingur og hrókur allsfagnaðar sem að ætíð er gaman að sækja heim. En spurning hvort að boðið verði uppá cornflakes með nesquick þarna í sviss, ég meina hvað ætti Helgi annars að borða?
Björgvin "Bo Hall" Björnsson væri veimiltítu stimpil vikunnar fyrir að blása í djammlúðurinn alla vikuna og leggjast síðan undir sæng á laugadagskveldi fyrir 10 með væl. Greinilegt að það er farið að sjást vel á búgganum að hann veðrur bráðlega kvartaldar gamall. En þetta veðrur tekið fyrir á næsta fundi hins akademíska arms LA. Annars er maður bara á fullu í skólanum og er það svo sem bara fínt þá leiðist mér ekki á meðan. En fyrir utan það þá er ég að hlusta á mússík og drekka te frá Mauritíusi sem að Eva kom með hérna heima hjá okkur á Lindargötunni.
Njótið Dagsins

2 comments:

Anonymous said...

Ég hef mikið gaman af skiptingu LA gengisins í arma. Er til dæmis til herskár armur LA?

.comóðuhirðirinn

Anonymous said...

Já Markús Hjaltason getur verið mjög herskár og gengur oft undir þessu nafni