Friday, October 06, 2006

Fögur er Reykjavík á föstudegi í miðbænum á meðan akademískur mörgunverður er tekinn á kaffitári. Samkomur fólks um allan blæ valda því að fólk fær glampa í augun og gleymir sjálfum sér og labbar í Ríkið.
Ég ímynda mér að akkúrat núna sé; Helgi að borða rúnstykki með svissneskum osti og nesquick glas með eftir létta skot og lyftingaræfingu. sé Jón að koma inn eftir æfingu og sé laggstur upp í rúm fyrir smá lúr en er nýbúinn að elda sér pasta. Að ÓSkar sé að borða alltof mikið af hafrargraut í morgunmat og sé að blasta nýja Beck. Að Gummi sé að fíka á kaffihúsi í malmö með dóttir sína í barnavagni, illa slakur. Mér finnst gott að vita af þeim öllum þarna að sinna daglegu amstri í útlöndum. En núna tekur helgin við með sína skápa og skrímsli, og dans og glans og hið ljúfa líf.
chao

1 comment:

Anonymous said...

djöfull erum við nettir