Saturday, December 30, 2006

Yfirvegaður Áramótaannáll Hjalta Ká.
Janúar

Ég Jói og Erla vorum á fullu í okkar fyrstu prófum í Kaupmannahöfn, tókum próf í íþróttasölum og vorum stressuð og það var kalt, en við vorum dugleg, þótt geðheilsan hafi verið tæp.

Andri Fannar og Linda kíktu í heimsókn í mars og lítið gerðist í febrúar, þótt að þorrablót íslendingafélagsins í kaupmannahöfn hafi verið hin fínasta skemmtun.


Ég flutti síðan inn til Óskars og Sörens á Pálsgötuna og það voru good times.


Ég tók uppá því að heimsækja Bónerinn á ítalíu ásamt Magg bræðrum, það var ótrúleg ferð, respect the rounds. Fylgdum jóni á síðasta leik tímabilsisins til bolognia, lágum í sólinni átum hráskinku og tókum gríðarlega skemtilegar dagdrykkjur. Guðmundur magg spúaði út Napoli eftir Tequila staup með mjólkurglasi.

Ég og Erla rúlluðum upp prófunum í steikjandi hita í júní.
Sumarið var tíminn og ég flutti frá kaupmannahöfn, hóf láglauná/náms/sjálfboðavinnu í apóteki og skellti mér til Ástralíu. Fór í hallgeirsey í eftirminnilegaferð með góðum mannskap 1.helgina í júlí. Ástralíuferðin var ótrúlega skemmtileg og þó að um náms/ráðstefnuferð hafi verið að ræða þá var mikið fjör. En ekki má gleyma útihátíðinni Klofa 2006 um verslunarmannahelgina.

Ég fluttin inn á Lindargötua og gerðist svo lánsamur að vera nágranni góðs vinar míns Heiðars Kára. Við skemmtum okkur vel og höfum kunnað vel við okkur á Lindó í nágrenni við Fáfni og Jóa og Guggu. Skólin hófst og var það skrýtið að vera á 4.ári allt í einu og sjá fyrir endan á þessu. Söfnun hófst fyrir útskriftarferð til Bali 2007. Ég fór í 19 einingar og var þetta smá mauserí.
Vísindaferðirnar voru skemmtilegar enda svo ótrúlega gott fólk þarna í lyfjafræðinni. Svo gott að ég varð nú bara bálskotinn í einni manneskju þar. Ég kynntist Evu Maríu og við vorum saman í verkelgum tíma í eðlislyfjafræði og það gerði tímana heldur skemmtilegri, við byrjuðum síðan saman og er það mount Everst hápunktur ársins. Mér finnst reyndar miklu lengra síðan en 3 mánuðir en svona er þetta. Ég er heppnastur í heimi. Hún Eva María er núna á leið til Máritíusar í smá frí og er náttúrlega smá blús í mér vegna þess.

Ég og Andri Fannars fórum sóðan til New york, 3 utanlandsferðin á árinu(verður toppað á næsta ári). Og heimsóttum Óskar, það var ógleymanleg ferð. Síðan komu prófin og var veruleg harka tekin í ár, 5 próf og 19 einingar, lítin svefn og kaffi. Ég og Eva skelltum okkur reyndar í bústað rétt fyrir prófin og lærðum þar og var fínt að komast frá Haga geðsýkinni, við vorum ótrúlega dugleg að læra þótt að við höfum náttúrulega slappað aðeins af inn. Vá hvað ég væri til í að vera í sumbarsbústað núna. Prófin klárðust og við tók vinna og boð og vinna og jól og síðan héldum við Eva María, smá partý þar sem góðvinir komu saman í rauðvín og osta núna 27.des. Það var mikil gleði. Já og svo bara núna árið að renna sitt skeið. Ég sé ekki fram á að þetta ár verði toppað. ég sendi áramótakveðju(kossa til mauritius) til allra, takk fyrir gamlar og góðar stundir megi gæfan elta ykkur á röndum.Ég ætlaði að vera með allskyns myndir af öllum þessum viðburðum sem ég nefndi en það klikkaði eitthvað einhver bilun í blogger, verðum að láta textan duga. og myndir frá fyrri hluta árs.
Hittumst á nýju ári.

Wednesday, December 13, 2006

Óskar Arnórsson á Knicks v.s Celtics. 18.11.2006.







Thursday, November 23, 2006

Sá Bob Dylan í Jersey. Kallinn var góður, nýi diskurinn mjög góður. Hér er textinn við eitt besta lagið af disknum.

Nettie Moore af Modern Times

Lost John's sittin' on a railroad track
Something's out of whack
Blues this mornin' fallin' down like hail
Gonna leave a greasy trail

Gonna travel the world is what I'm gonna do
Then come back and see you.
All I ever do is struggle and strive.
If I don't do anybody any harm, I might make it back home alive.

I'm the oldest son of a crazy man,
I'm in a cowboy band
Got a pile of sins to pay for and I ain't got time to hide
I'd walk through a blazing fire, baby, if I knew you was on the other side

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

Well, the world of research has gone berserk
Too much paperwork
Albert's in the graveyard, Frankie's raising hell
I'm beginning to believe what the scriptures tell

I've gone where the Southern crosses The Yellow Dog
Get away from all these demagogues
And these bad luck women stick like glue
It's either one or the other or neither of the two

She says, "Look out, daddy, don't want you to tear your pants
You could get wrecked in this dance."
They say whisky'll kill you, but I don't think it will
I'm ridin' with you to the top of the hill

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

Don't know why my baby never looked so good before
Don't have to wonder no more
She been cooking all day, it gonna take me all night
I can't eat all that stuff in a single bite

The judge's coming in, everybody rise
Lift up your eyes
You can do what you please, you don't need my advice
'Fore you call me any dirty names, you better think twice

Gettin' light outside, the temperature dropped
I think the rain has stopped
I'm gonna make you come to grips with fate
When I'm through with you, you'll learn to keep your business straight

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one left here to tell
The world has gone black before my eyes

The bright spark of the steady lights
Has dimmed my sights
When you're around me all my grief gives 'way
A life time with you is like some heavenly day

Everything I've ever known to be right has been proven wrong
I'll be drifting along
The woman I'm loving she rules my heart
No knife could ever cut our love apart.

Today I'll stand in faith and raise
The voice of praise
The sun is strong, I'm standing in the light
I wish to God that it were night

Oh, I miss you, Nettie Moore
And my happiness is o'r
Winter's gone, the river's on the rise
I loved you then, and ever shall
But there's no one here left to tell
The world has gone black before my eyes

Saturday, November 18, 2006

Saturday, November 11, 2006

Monday, November 06, 2006




Góðan daginn, yndislega fólk.
Undan grámyglu helgarinnar, óveðri, ritgerðarsmíðum, öltrektarþambi(samt edrú) skrifa ég ykkur. Verkefni vetrarins í skólanum næstum að baki og próftörnin framundan. Ég að fara að undirbúa möppur og gera allt klárt. Þeir sem vilja eintka af ritgerðinni sem ég skilaði í morgun og er 18 síður og ber titilinn "Breath actuated nasal delivery systems" geta sent mér línu á HI meilið hjaltik@hi.is. En Vala ef þú lest þetta ég er með mynd af þér og erlend og ef þér er sama þá birta ég hana bar hér, ég fin ekki meilið sem þú sendir mér.

En nú er ég að fara bráðum´til New York með AFO og bið ég þig lesandi góður um að gefa mér allavega svona eitt gott tipps um eitthvað sniðugt sem ég ætti að tjekka á í Ne York jafnvel þótt þú hafir bara heyrt um það. Komment away! Ég set með myndir hérna af mér í skólanum mínum. Það er svo gaman. Að sína myndir af sjálfum sér.

Saturday, November 04, 2006

Vinir Mínir


Thursday, November 02, 2006

Hverjir voru hvar og með hverjum...


Stelpurnar, Erlend Oyer(whites boy alive, Kings of convienience) og Jens Lekman í góðum gír á Airwaves.



Ég, Jens Lekman og Heiðar.

Eva María, Wolf Parade og Ég.

Wednesday, October 25, 2006



Já já ókei.. Eh kominn miðvikudagur og ég ætlaði fyrir löngu að vera búinn að henda inn svaka mikið af myndum af airwaves. Festivalið leið ansi hratt og finnst mér eins og það sé langt síðan, en þessar myndir koma um leið og ég redda þessari snúru. Annars hefur verið suddalega kalt á klakanum undanfarið og sundferðir árla morgna virkjaðar til að sporna við því. KR vann Keflavík í Keflavík, Stórir menn í stórum frökkum voru mættir. En núna er það Work Work Work...Lets get this paper!

Friday, October 20, 2006

AirKrítík.
LayLow- mjög góð og sérstaklega miðað við hversu snemma hún var.
Æla- Komu á óvart, ágætir, einkum hressir.
Skátar- Kraftmiklir, en málningargallarnir voru alveg off.
Metric- góð en eftir að hafa séð Love is All gleymdi maður þeim. Eiga nokkur helvíti öflug lög. En Nasa menn meiga alveg ahækka soundið sitt ekki nógu hávært að mínu mati.
Love is All- Rústuðu öllu og kom ekki slakur kafli, hinsvegar var fjörið svo mikið aðþau voru farin að spila hraðar en venjulega og því var þetta frekar stutt prógram, söngkonan var tryllt, Gautaborg var í representuð feitt.
Grillið hjá Mappa heima hjá hugrúnu var hressandi enda fátt sem getur stoppað Grillbræðurna AFO og MRH. Manni leið hálf kjánalega í pulsunum á meðan mappi og andri voru að föndra með steikurnar.

Ég var síðan mættur 8 í morgun í verklegt í skólanum að formúlera Ibufen hlaup, það gekk ekki vel og enduðum við með hálfgerðan hrísgrjónagraut. Ég var líkar smá skel eftir kvöldið og ar alltaf í powerade pásum eða að taka power 5 eins og ég kalla það. 5 mínútna power pásur eru nauðsynlegar þegar manni líður ekki sem best.

Jæja í kvöld er það síðan bara Úlfarnir og Óli Palli jú og kanski Harrison Ford. Ég myndi bjóða Harrison upp á geðveikt mikið af wiský og hann yrði blindfullur, síðan myndi ég taka hann á Nonna bita og Nonni myndi útbúa einn HarryFordBát og síðan yrði Harrison sendur heim í taxa.
Benni Hemm Hemm, Islands og Wolfparade, nú síðan kanski dokar maður við og tjekkar á Valla og Jan mayen en hver man ekkieftir Valla í Hjartslættinum í kópavoginum bakk inþédei.
Smá úrdráttur frá Úlfaskrúðgöngunni
At the party we got chained at the wrists
Outside there’s girls saying falling bricks
It’s not gonna be just only a kiss
Everyone’s disguised just a little bit

Thursday, October 19, 2006

Loftbylgjurnar komnar á fullt.
Í gær, algjört Rugl á Gauknum hleypt inn í þúsunda vís. Maður kominn inn og samt stóð maður í röð í andyrinu, fórum upp og vorum þar, alltof margir. En það var reyndar fátt annað í gangi þetta kvöld. Sá ekki We are the Sceintists en sá DIkta sem voru fínir, síðan voru það Forgotten Lores sem enduðu kvöldið. SOundið ekki í nógu góðu formi en drengirnir sem dýrka þjóðs0gur voru samt hressir. Í kvöld LOVE IS ALL... http://www.youtube.com/watch?v=QQfQBZDNJJk Einnig í kvöld Guðmundur Bjarki 24 ára. Vei Vei. Erfitt val í kvöld klukkan 20 eru Egill Sæbjörnsson, Mates of state, og lay low öll á sama tíma. En flestir fjölmiðlar vilja meina að Steve Sampling hafi stolið senunni í gær. En það er Messías MC orðinn teknóhrútur, og byrjaður að sampla. MJög fyndið allt. Menn geta verið klikkaðir. Eru og verða klikkaðir.
En ég er búinn að ákveða að sjá, Love Is ALL, Wolfparade http://www.youtube.com/watch?v=nD7uScM2C2s og LEkman þá er ég sáttur, allt annað verður valið eftir stemmningu. Mér er farið að líða eins og Dr.Gunna eða Atla Bollasyni, þeir eru miklir netmúsík spekúlantar og nördar í þeim málum. það er allt í lagi. jæja mappinn er víst við grillið á óðinsgötunni í mínus fimm gráðum, best að kíkja á hann.

Monday, October 16, 2006




Mailman taktar og Valencia sigrar. Gaman að sjá hvar menn hafa pikkað upp sína takta.

Sunday, October 15, 2006

Oh þú ert svo þögull Hjalti....

Sunnudagur, sund og kaffi.
Vestubæjarlaug, bókhlaða og lestur. Hinn akademíski sunnudagur er góður sunnudagur. Að vísu engir timburmenn í dag eins og oft á akademískum sunnudögum. Það var eflaust mikið um timburmenn eftir októberfestið á föstudag, en þar var ansi fjölmennt og fjörugt. Fyrir utan samnemendur mína úr lyfjafræðideild þá voru þarna mættir ýmsir góðkunningjar. Heisi Kááá, Maggi L, Sinni P, Mappinn, Logo Ono, Hrafn Harðarsson,Gummi gú og fleiri. Athygli vakti að Björgvin´" BóHall" Björnsson var ekki mættur. En nú er sunnudagur og tími til að vinda úr sér fyrir komandi viku. Taka þarf til hendinni ef maður á að geta tekið sér frí fyrir Airwaves. En Lindargötumenn íhuga prefest annaðhvort á laugardag eða föstudag. Erfitt yrði samt að toppa innflutningsfestið. Gaman yrði að hafa þetta aðeins fágaðra og fámennara. En þá er nú kanski ekki sniðugt að skrifa um það á bloggi? Úlfaskrúðgangan er mikið blöstuð þessa dagana nú og sænska póstpaunkpoppið Love is all er það sem hvað mest verður gaman að sjá. En síðan kom riddarinn Jens Lekman samlöndu sinni Jenny Wilson til bjargar. Svíar eiga að mínu mati mestar líkur á því að vinna Airwaves í ár. En norðurlanda þjóð hefur ekki unnið airwaves í 3 ár í röð. Jens Lekman er ekkert smá góður og hefur held ég ekki verið að spila neinstaðar, var meira að segja hættur í tónlist í smá tíma bara að vinna í USA. Ég verð að sjá hann. Veit að Óskar væri spenntur fyrir Jensi. En ég er ekkert þunnur í þynkuni og því ekkert kreativítet. Úti er súld og einvherstaðar í Laugarnesinu liggur Andri Fannar uppi í rúmi og heldur að ég sé að sjilla með lakkrísreimar og nýjustu tímaritin, en kæri andri svo gott er það ekki. Ekki í dag að minnsta ksoti. Við AFO erum með hugan við Nýju Jórvík, en andri hefur bókað flug, ég verð að sjá hvernig þetta spilast. Haust í nýju jórvík. Hljómar vel.

Wednesday, October 11, 2006

Ég var með fyrirlestur í morgun. Ég skilaði ritgerð með. Inni á kaffistofu setti ég ritgerðina ofan í poll af vatni við vaskinn. Ég veit ekki afhverju? Ég gleymdi að setja síman minn á hljóðleysi, á meðan fyrirlestrinum stóð hringdi Tómas Karl, ég hefði átt að svara. Borðaði áðan í Norræna húsinu, súpa með Andra og Heiðari. Eða Andri og Heiðar með súpu. Haustið er komið og ég fauk hálfa leiðina í heim í gegnum miðbæin. Októberfest tjaldið er komið upp og kominn er fiðringur í þyrsta einstaklinga. Ég hef glatað minni miklu þýsku kunnáttu, enda ekkert gaman að vera góður í þýsku það þykir bara fyndið. Fólki finnst fátt fyndnara en þýska og þjóðverjar. Þetta októberfest er líka bara algjört grín, menn með gervi skegg og svona. Mappinn sagði nú að maður ætti ekki að búast við alvöru öli, eða weisbeer, þetta væri einfalt reikningsdæmi. Það bara borgaði sig ekki að redda því, við myndum drekka hvaða bjór sem er. Ég vona að það verði hægt að fá weisbeer og bratwurst ekki af því að mér finnst það fyndið , heldur vegna þess að það er bara ansi gott svona einstaka sinnum. Hér fyrir utan Lindargötuna er sífellt barið og borað í bergið, en það er verið að undirbúareisingu háhýsa, sem er í fínu lagi. Þetta eru bara svo mikil læti. Núna var ég að gnaga inn áðan og mætti Garðprófastinum, sem er frekar feitlaginn maður sem býr við hliðina á Heiðari. Hann sér um að halda byggingunni snyrtilegri og passa uppá að allt sé með felldu. Hann borgar sennilegast minni leigu í staðin. Hann var nú eitthvað ósaáttur við mig og fór að tala um Keilurnar og rusaltunnuna sem stóð fyrir utan hurðina mína um daginn. Heiðar hafði stillt þeim þar upp í einhvejru glensi. Mér fannst það alveg fyndið en Prófastnum ekki. æEg sagðist nú ekkert geta gert í því ef að menn vildu staðsetja Keilur og ruslatunnur fyrir utan hjá mér. Þá fór hann að spyrjast um hver þetta gæti verið. Ég sagðist gruna hann sjálfan. Fyndist hann líklegur, sennilega nýr á höfuðborgarsvæðinu feitlaginn með 1944 rétti og vildi kynast nýju fólki. Ég sagði samt að ég fyrirgæfi honum. Hann hristi hausinn og labbaði í burtu. ´Það er ekkert grín að vera prófastur.

Tuesday, October 10, 2006

Kommm ooon!! Komment away!
Eigum við að kíkja í blöðin, fá okkur kaffi ræða málin. Hér með hefst rúnturinn hvað er að gerast á öðrum slóðum en hér?...

"Flugmiðinn er frágenginn", AFO á leið til stóra eplisins?
tekið af www.oskararnorsson.blogspot.com
Hjalti Kristinsson líklegur með, erfiðlega gengið að bóka ferð til Skallans, spurning hvort skallinn fyrirgefi það að hiemsókn til hans verði sett á bið?

H, H og H FLottir.
http://sandran.myphotoalbum.com/view_photo.php?set_albumName=album09&id=v_s_landsbankann_6_okt_033
þessi mynd sást á alnetinu,þessir þrír félagar voru í miklum gleðskap seinastliðið föstudagskvöld. Hrafn Harðarsson tók á móti nemendum frá HÍ í landsbankanum en hann er gamall nemandi skólans og setur nú einmitt kúrs þar núna í endurmenntun. Eftir heimboðið í landsbankann voru þessir þrír túttó flottir.


Helgi Magg tímavilltur í sviss?
skallinn fer i gang a naestu dogum....i sidasta lagi i naestu viku.
tekið af www.skallinn.blogspot.com birtist 26.september. Mikil etirvænting er fyrir endurkomu Skallans enda yfirgreiðslan staðið yfir lengi. En í dag er 10.okt og Skallinn ekki staðið við sín orð.

Update AFO í raun á leið til NY í verslunarferð!
"Það verða líka nokkrir listar með í för sem þarf að klára fyrir mig!"
tekið af skyndilinda.blogspot.com
Greinilegt að mikill tími mun fara í verslun og þá eru það náttúrulega barnafötin og jólagjafirnar sem standa upp úr. AUðvelt að missa sig í NY.

Helgi Már Magnússon með átta stiga að meðaltali í Sviss
tekið af www.kr.is/karfa
Helgi að gera fína hluti þrátt fyrir að Skallinn sé ekki opnaður.

Jón byrjaður að spila
Bónerinn er farinn að rúlla í Valnecia, liðið að vísu búnir að tapa tveim fyrstu, en fall er fararheill. Man nú þegar ég og mappinn vorum hjá honum í fyrra í opnun síðasta tímabils, þá var nú ekki að ganga vel heldur í fyrstu 2 leikjum. ´Spurning hvort það þurfi ekki mappan út til valencia til að koma þessu í gang. og í þetta skipti yrði myndunum ekki eytt.

Friday, October 06, 2006

Fögur er Reykjavík á föstudegi í miðbænum á meðan akademískur mörgunverður er tekinn á kaffitári. Samkomur fólks um allan blæ valda því að fólk fær glampa í augun og gleymir sjálfum sér og labbar í Ríkið.
Ég ímynda mér að akkúrat núna sé; Helgi að borða rúnstykki með svissneskum osti og nesquick glas með eftir létta skot og lyftingaræfingu. sé Jón að koma inn eftir æfingu og sé laggstur upp í rúm fyrir smá lúr en er nýbúinn að elda sér pasta. Að ÓSkar sé að borða alltof mikið af hafrargraut í morgunmat og sé að blasta nýja Beck. Að Gummi sé að fíka á kaffihúsi í malmö með dóttir sína í barnavagni, illa slakur. Mér finnst gott að vita af þeim öllum þarna að sinna daglegu amstri í útlöndum. En núna tekur helgin við með sína skápa og skrímsli, og dans og glans og hið ljúfa líf.
chao

Thursday, October 05, 2006

AFO fer mikinn þessa dagana og las hann fyrir mig tvær blaðsíður úr bók sem fjallar um kenningar franska sálgreinirsins Lacan. hér er smá þýðing á þeim.

Það virðist sem svo að við gerum eitthvað sem dýr gætu aldrei gert: Við miðum okkar ánægju, gleði við staðal sem við teljum að hún ætti að vera. Miðum okkar líðan og gleði við endanlegan staðal, það sem við teljum eðlilegt, æskilegt mark. Staðlar og mörk fyrirfinnast ekki í dýraríkinu, þ.e.a.s. hjá þeim sjálfum að minnsta kosti; aðeins eru staðlar og mörk möguleg með tilkomu tungumáls. Með öðrum orðum tungumálið er það sem fær okkur til að halda að okkar gleðistig, ángæja sé ekki það sem hún ætti að vera. Tungumálið er það sem gerir okkur kleyft að segja að það séu þessar litlu fullnægingar í hversdaglegu lífi á mismunandi háttum, góður matur, vellíðan í vinnu, fjárhagur, staða í samfélaginu, samband við maka o.sv.frv. og síðan séu til þessar aðrar fullnægingar með stórum F-um. Nægjur sem að aldrei myndu bregðast okkur, aldrei láta okkur líða skort eða bregðast okkur á einhvern hátt. Höfum við upplifað slíka fullkomna nægju? Fyrir flest okkar sennilegast nei. En það fær okku ekki til þess að hætta að trúa því að slík nægja hljóti að vera til. Það hlýtur að vera eitthvað betra í boði? Kanski sjáum tákn um þetta í einhverjum öðrum hópi fólks og við öfundum það og jafnvel hötum það fyrir það. Kanski vörpum við þessari fullkomnu nægju upp á annað fólk til þess að sannfæra okkur sjálf um að þetta sé til. Engu að síður, höldum við að eitthvað betra bjóðist, við segjum að eitthvað betra bjóðist; við trúum því að eitthvað betra bjóðist. Með því að segja þetta aftur og aftur, hvort sem það er við okkur sjálf eða, við vini okkar,ættingja, sálfræðinga eða sálgreina. VIð sýnum ákveðna staðfestu við það að vera meðvituð um "eitthvað annað", þessi önnur gleði, önnur ánægja. Við endum með því að þessi staðfesta okkar og trú veldur því að sú gleði og ánægja sem við í raun og veru upplifum í okkar daglega lífi fellur algjörlega í skuggan á "einhverju" öðru. Einhverju sem myndi aldrei bregðast okkur, einhverju sem við gætum treyst á.

Wednesday, October 04, 2006



Ég í sumar.












ég í dag

Tuesday, October 03, 2006


Once you step out they pull ypu right back in.... sagði Scarface, Corleone, mappinn og gott ef ekki Jay-Z líka. Þetta er algjör sannleikur. Það er eins og verið sé að spila með þig. Nú fyrir einni helgi síðan tók ég svokallaða Kröftuga Lærdóms og vinnuhelgi. Ekkert var farið að skoða skemmtanalífið og bakkus synti ekki í æðum mínum. Ætlaði svo að gera þetta aftur núna, er skráður að vinna og svoleiðis og þarf að klára tvær ritgerðir. En þá hrúgast inn freystingarnar og í þetta skipti á tölvutækuformi. Linda Hreiðars var búin að bjóða mér í afmælisveislu á föstudaginn sem ég ætla að sjálfsögðu að mæta í, en kanski ekkert taka full metal jacket style á þetta, meira bara svona Woody Allen mingla drekka rauðvín. Nú en síðan fæ ég tölvupósta í morgun um að þáð sé vísindaferð í Landsbankan þetta sama kvöld, ég verð nú að skippa því. Gæti kíkt í hálftíma? og síðan er Innflutningsparty hjá Haffa Tull á laugardagskvöldið, (ef þú fékkst ekki póst þá er þér ekki boðið) þar verður maður að láta sjá sig og kíkja á allt "Neu Raveið" og listfuglana. Nú síðan væri nú kanski hægt að taka rólega helgi helgina eftir og reyna að fá frí í vinnunni og læra bara. En þá er nú allt í einu októberfest og varla hægt að sleppa því eða hvað? Nú kanski helgina eftir það...? nei þá er Airwaves ekki hægt að fara alveg á mis við það. Spurning um að velja og hafna, en hvernig sem á þetta er litið þá er dagskráin þétt í október og síðan er nú kvikmyndahátíð í gangi og svona. Svo byrjar bara próflestur í nóv og hugsanlega ferð til Svissskallans.

Wednesday, September 27, 2006

Sama andlitið, nýr maður. Gamalt hús, önnur starfsemi. Þau hús sem ég er í hvað mestri nálægð við þessa dagana eiga sér sína sögu, meiga muna sinn fífil fegurri. Nei kanski ekki. En ég á einvhern vegin erfitt með að ímynda mér alla vífilfell kók kallana hérna fyrir einhvejrum árum hér í Haga húsi Lyfjafræðideildar. Og þar sem ég bý núna á skuggagörðum var að mér skilst fyrsta Ríkið í húsinu við hliðina sem núna er dansskóli. Væri gaman af því að sjá myndir af því þegar bjórinn var leyfður, örugglega verið ágætis stemmning nú eða kanski bara fyllerísgangur og leiðindi. Mar veit ekki. En ég býst nú samt við því að þótt að einvherjar breytingar verði á manni að innanverðu þá séu þær ekki jafn drastískar og þessar starfsemisbreytingar í fyrrnefndum byggingum. Engu að síður hef ég verið aða kynna mér ýmis mál og verið að fara á bíó og tala við fólk í heitum pottum. sá Al gore og lýst ekkert á blikuna, sé fyrir mér mig AFO, Heisa Ká, Mappan og kanski Gumma B hundgamla við Reykjavíkur höfn 2057 þar sem Bandaríski herinn hefur komið fyrir flugmóður skipun eða einhvjeru slíku til að ferma þjóðina til öruggari staða vegna þess að Grænland er að bráðna og í þann mund að flæða yfir Ísland. Þarna munum við gamlir sitja og minnast æsku okkar og Al gore myndanna og tala um Ómar Ragnarsson, Andra Snæ og Draumalandið. "hvað ætlar helvítis kaninn að gera við okkur" munum við tauta. Og eflaust einvher af okkur heldur kjósa að klifra up á esjuna og deyja þar stoltur í stað þess að láta bjargaa sér af sökudólgnum mesta mengunarvaldinum USA. Við gamlir með teppi í stóru skipi á leið til Kúbu þar sem þáverðandi Bandaríkjaforseti hefur gert samning við nýkapítalistana þar um að taka við hluta af okkur og svo örugglega myndi einvher hluti enda í kanda hjá afkomendum vestur íslendinga. Nú Danir myndu ekki taka við okkur ennþá sárir eftir að við reyndum að kaupa kuapmannahöfn. Eða að hið láglenda baunaland yrði einnig undir sjá vegna bráðnun grænlandsjökla. Þetta er kanski fyndið og fráleitt en í raun ekki. Ég er ekki að segja að ég ætli að fá mér dredda og byrja að chilla inná kaffi hljómalind í alltof stórri ullarpeysu í hakkísakk (not that theres anything wrong withv that") heldur ætla ég að reyna komast hjá þvi eins lengi og ég get að vera að Bílast eitthvað og ef ég geri það þá verður það Twin efldur bíll. Reyna að taka þátt í að stöðva Álbræðslu byltingu ákveðinna manna. Nú og gang ameð Ómari næst þegar hann þarf á mér að halda. Og að sjálfsögðu halda áfram að tuða í heitapottum og heimahúsum. Eina leiðin. Eina leiðin... Eina leiðin.

Tuesday, September 26, 2006


Halló!
Ég hef ákveðið að halda áfram bloggfærslum, þrátt fyrir að vera ekki lengur staddur á erlendri grundu. Er ástæðan að mestu leyti sú að enn eru nokkrir af vinum mínum búsettir erlendis og getur maður oft verið latur við að senda tölvupósta. Þá er fínt að þeir geti kíkt á þessa síðu ef þeir hafi áhuga á kíkja á hvaða sýru ég er að sjóða. Nú svo eru aðrir sem ekki eru búsettir erlendis sem gætu alveg eins verið það, því að ég hitti það fólk alltof sjaldan. Þá er þetta vettvangur meinlausra kommenta sem þýða í raun og veru, I still lovu you baby. Ekki satt. Hér mun ég afhjúpa nekt mína í orði.Ef svo má komast að orði. En aðalástæðan er kanski sú að þetta bloggdæmi er nú líka svona ágætis hugarhreinsun, einhver tiltekt á vangaveltum, skoðunum og daglegu amstri. En ég verð að segja að ég var líka svo heillaður af endurkomu Hrafns Harðarsonar í bloggleikinn að ég varð innspíraður. Þakka Hrafni fyrir það. Kanski var það líka bara óbærilegt að sjá nafnið sitt og hlekk detta út af Kommóðunni hans Óskars og er þetta mögulega Ógnarvald kommóðunnar að verki. 'Eg gæti líka hafa verið hræddur um að detta útaf fleiri hlekkjum, tildæmis Skallanum sem ég gíska á að fari að vakna undan dvala hvað og hverju. Hver sú sem ástæðan er þá er ég mættur aftur. Ekki í Kaupmannahöfn. Ekki í Laugarnesi. Ekki vestur í bæ. Ekki á Bergstaðarstræti. Heldur í skuggahlíðinni 101 við hliðina á Fáfnismönnum og ógæfufólki, við hlið samstúdenta og Góðærismanna. Gaman.