Friday, October 20, 2006

AirKrítík.
LayLow- mjög góð og sérstaklega miðað við hversu snemma hún var.
Æla- Komu á óvart, ágætir, einkum hressir.
Skátar- Kraftmiklir, en málningargallarnir voru alveg off.
Metric- góð en eftir að hafa séð Love is All gleymdi maður þeim. Eiga nokkur helvíti öflug lög. En Nasa menn meiga alveg ahækka soundið sitt ekki nógu hávært að mínu mati.
Love is All- Rústuðu öllu og kom ekki slakur kafli, hinsvegar var fjörið svo mikið aðþau voru farin að spila hraðar en venjulega og því var þetta frekar stutt prógram, söngkonan var tryllt, Gautaborg var í representuð feitt.
Grillið hjá Mappa heima hjá hugrúnu var hressandi enda fátt sem getur stoppað Grillbræðurna AFO og MRH. Manni leið hálf kjánalega í pulsunum á meðan mappi og andri voru að föndra með steikurnar.

Ég var síðan mættur 8 í morgun í verklegt í skólanum að formúlera Ibufen hlaup, það gekk ekki vel og enduðum við með hálfgerðan hrísgrjónagraut. Ég var líkar smá skel eftir kvöldið og ar alltaf í powerade pásum eða að taka power 5 eins og ég kalla það. 5 mínútna power pásur eru nauðsynlegar þegar manni líður ekki sem best.

Jæja í kvöld er það síðan bara Úlfarnir og Óli Palli jú og kanski Harrison Ford. Ég myndi bjóða Harrison upp á geðveikt mikið af wiský og hann yrði blindfullur, síðan myndi ég taka hann á Nonna bita og Nonni myndi útbúa einn HarryFordBát og síðan yrði Harrison sendur heim í taxa.
Benni Hemm Hemm, Islands og Wolfparade, nú síðan kanski dokar maður við og tjekkar á Valla og Jan mayen en hver man ekkieftir Valla í Hjartslættinum í kópavoginum bakk inþédei.
Smá úrdráttur frá Úlfaskrúðgöngunni
At the party we got chained at the wrists
Outside there’s girls saying falling bricks
It’s not gonna be just only a kiss
Everyone’s disguised just a little bit

7 comments:

Anonymous said...

ég held að það kunni enginn maður jafnvel á þynnkuna og Hjalli Ká....einnig gaman að heyra að grillbræðurnir eru ennþá í fullu fjöri

Skallinn

Linda said...

Heimatilbúinn Grár köttur var í Kambódíu núna árla laugardagsmorguns. Vantaði bara Hjalla Ká!

Anonymous said...

já hefði verið til, þið eruð svo miklar Dúllur:)Algjörar krúsídúllur:)

Anonymous said...

Skalli!!!!

Anonymous said...

verður boðið uppá íbufenhlaup í protour?

skull

Anonymous said...

Duglegur að mæta í verklegt eftir svona rosalegt kvöld... Það var svoo gaman =D

oskararnorsson said...

Andri, hver kenndi ther eiginlega ad grilla?